Nadal betri en Federer Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. febrúar 2009 13:29 Rafael Nadal fagnar stigi í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal vann í dag sinn fyrsta sigur á opna ástralska meistaramótinu eftir sigur á Roger Federer í úrslitunum. Sigur Nadal var sanngjarn en hann varð í dag fyrsti Spánverjinn til að fagna sigri á mótinu. Nadal þurfti þó fimm sett til, 7-5, 3-6, 7-6, 3-6 og 6-2. Strax í fyrstu lotu var ljóst í hvað stefndi. Federer gerði klaufaleg mistök og virtist einfaldlega ekki upp á sitt allra besta. Hann tapaði strax uppgjöf en vann hana svo strax aftur. Leikar voru svo jafnir þar til að Nadal komst í 6-5 og vann þá uppgjöfina af Federer í annað skiptið. Federer náði svo að bíta frá sér í öðru setti, vann það 6-3 og jafnaði metin. Þá kom tækifærið fyrir Federer að ná yfirhöndinni í leiknum en það tókst ekki. Oddalotu þurfti til þar sem Nadal hafði betur og það nokkuð örugglega, 7-3. En aftur náði Federer að sýna að hann væri ekki búinn að gefast upp og vann fjórða settið nokkuð örugglega, rétt eins og annað settið, 6-3. En í oddasettinu virtist Federer einfaldlega búinn á því. Nadal hélt sínu striki og leyfði Federer að gera sín mistök. Federer náði varla að halda í við Nadal þó svo að hann ætti sjálfur uppgjöf. Svo fór að Nadal fagnaði sigri í oddasettinu, 6-2, og þar með viðureigninni og mótinu sjálfu. Federer missti þar með að tækifærinu að jafna met Pete Sampras sem hefur unnið flesta slemmutitla á ferlinum eða fjórtán talsins. Federer fær þó væntanlega fleiri tækifæri til þess en sem stendur er Nadal einfaldlega betri. Þetta var fyrsti sigur Nadal á stórmóti sem fer fram á hörðu yfirborði. Nadal vann einnig sitt fyrsta stórmót á grasi á Wimbledon-mótinu í fyrra en þar vann hann einnig sigur á Federer. Nadal hefur verið með ótvíræðayfirburði á leir þar sem hann hefur unnið opna franska meistaramótið í fjögur ár í röð. En nú virðist sem svo að hann hefur nú einnig tekið fram úr öllum öðrum á bæði grasi og hörðu yfirborði en því átti fáir von á. Erlendar Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Rafael Nadal vann í dag sinn fyrsta sigur á opna ástralska meistaramótinu eftir sigur á Roger Federer í úrslitunum. Sigur Nadal var sanngjarn en hann varð í dag fyrsti Spánverjinn til að fagna sigri á mótinu. Nadal þurfti þó fimm sett til, 7-5, 3-6, 7-6, 3-6 og 6-2. Strax í fyrstu lotu var ljóst í hvað stefndi. Federer gerði klaufaleg mistök og virtist einfaldlega ekki upp á sitt allra besta. Hann tapaði strax uppgjöf en vann hana svo strax aftur. Leikar voru svo jafnir þar til að Nadal komst í 6-5 og vann þá uppgjöfina af Federer í annað skiptið. Federer náði svo að bíta frá sér í öðru setti, vann það 6-3 og jafnaði metin. Þá kom tækifærið fyrir Federer að ná yfirhöndinni í leiknum en það tókst ekki. Oddalotu þurfti til þar sem Nadal hafði betur og það nokkuð örugglega, 7-3. En aftur náði Federer að sýna að hann væri ekki búinn að gefast upp og vann fjórða settið nokkuð örugglega, rétt eins og annað settið, 6-3. En í oddasettinu virtist Federer einfaldlega búinn á því. Nadal hélt sínu striki og leyfði Federer að gera sín mistök. Federer náði varla að halda í við Nadal þó svo að hann ætti sjálfur uppgjöf. Svo fór að Nadal fagnaði sigri í oddasettinu, 6-2, og þar með viðureigninni og mótinu sjálfu. Federer missti þar með að tækifærinu að jafna met Pete Sampras sem hefur unnið flesta slemmutitla á ferlinum eða fjórtán talsins. Federer fær þó væntanlega fleiri tækifæri til þess en sem stendur er Nadal einfaldlega betri. Þetta var fyrsti sigur Nadal á stórmóti sem fer fram á hörðu yfirborði. Nadal vann einnig sitt fyrsta stórmót á grasi á Wimbledon-mótinu í fyrra en þar vann hann einnig sigur á Federer. Nadal hefur verið með ótvíræðayfirburði á leir þar sem hann hefur unnið opna franska meistaramótið í fjögur ár í röð. En nú virðist sem svo að hann hefur nú einnig tekið fram úr öllum öðrum á bæði grasi og hörðu yfirborði en því átti fáir von á.
Erlendar Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Bandaríkin með bakið upp við vegg Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira