Þriggja manna titilbarátta í dag 18. október 2009 09:34 Rubens Barrichello er fremstur á ráslínu, en Mark Webber og Adrian Sutil eru honum næstir. mynd: Getty Images Formúlu 1 mótið í Brasilíu fer fram í dag og berjast þrír ökumenn um meistaratitilinn. Rubens Barrichello er einn þeirra og er fremstur á ráslínu á meðan helstu keppinautar hans eru í fjórtánda og fimmtánda sæti. Barrichello getur því sótt á Jenson Button sem er með 14 stiga forskot á hann og 16 á Vettel. Barrichello er í kjörstöðu að láta að sér kveðja, en tímatakan í gær tafðist um 2 tíma vegna rigningar og spáð er erfiðum veðurskilyrðum í dag. Jafnvel þrumuveðri, en kappaksturinn er í beinni útsendingu kl. 15.30 á Stöð 2 Sport. "Þetta er sérstakur dagur. Bíllinn var góður í þurru og rigningu og menn voru að beita alskyns taktík til að ná árangri við erfiðar aðstæður. Ég keyrði snilldarvel og þó ég sé með minna bensín en keppinautarnir. Ég vildi vera fremstur og ráða hraðanum í upphafi móts", sagði Barrichello. Barrichello var með alla fjölskyldu sína á staðnum og tvo unga syni sem fögnuðu mjög. "Ég er mjög svekktur að vera í þessari stöðu og Barrichello er fremstur. appaksturinn verður spennandi og ég verð að keyra eins og andskotinn sé á eftir mér. Ég vil ekki bara ná í örfá stig, ég verð að standa mig vel. Ég mun berjast og það munu fleiri gera í kringum mig. Það er ómögulegt að spáí veðrið hérna, en ég vona að það verði þurrt svo það verði auðveldara að fara framúr. Brautin býður upp á það", sagði Button. "Ég var bara óheppinn og lenti í mikilli traffík þegar aðstæður voru sem bestar og gat ekki bætt mig. Svona er lífið, en ég var reiður eftir tímatökuna. Það hefði verið betra að ræsa af stað af fremsta stað á ráslínu, en ég verð að sætta mig við stöðuna. En menn hafa landað sigri, þó þeir hafi lent aftarlega á ráslínu. En það verður erfitt. Svona er bara lífið", sagði Vettel. Sjá brautarlýsingu or rásröðina Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1 mótið í Brasilíu fer fram í dag og berjast þrír ökumenn um meistaratitilinn. Rubens Barrichello er einn þeirra og er fremstur á ráslínu á meðan helstu keppinautar hans eru í fjórtánda og fimmtánda sæti. Barrichello getur því sótt á Jenson Button sem er með 14 stiga forskot á hann og 16 á Vettel. Barrichello er í kjörstöðu að láta að sér kveðja, en tímatakan í gær tafðist um 2 tíma vegna rigningar og spáð er erfiðum veðurskilyrðum í dag. Jafnvel þrumuveðri, en kappaksturinn er í beinni útsendingu kl. 15.30 á Stöð 2 Sport. "Þetta er sérstakur dagur. Bíllinn var góður í þurru og rigningu og menn voru að beita alskyns taktík til að ná árangri við erfiðar aðstæður. Ég keyrði snilldarvel og þó ég sé með minna bensín en keppinautarnir. Ég vildi vera fremstur og ráða hraðanum í upphafi móts", sagði Barrichello. Barrichello var með alla fjölskyldu sína á staðnum og tvo unga syni sem fögnuðu mjög. "Ég er mjög svekktur að vera í þessari stöðu og Barrichello er fremstur. appaksturinn verður spennandi og ég verð að keyra eins og andskotinn sé á eftir mér. Ég vil ekki bara ná í örfá stig, ég verð að standa mig vel. Ég mun berjast og það munu fleiri gera í kringum mig. Það er ómögulegt að spáí veðrið hérna, en ég vona að það verði þurrt svo það verði auðveldara að fara framúr. Brautin býður upp á það", sagði Button. "Ég var bara óheppinn og lenti í mikilli traffík þegar aðstæður voru sem bestar og gat ekki bætt mig. Svona er lífið, en ég var reiður eftir tímatökuna. Það hefði verið betra að ræsa af stað af fremsta stað á ráslínu, en ég verð að sætta mig við stöðuna. En menn hafa landað sigri, þó þeir hafi lent aftarlega á ráslínu. En það verður erfitt. Svona er bara lífið", sagði Vettel. Sjá brautarlýsingu or rásröðina
Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira