Jafntefli í báðum leikjum Meistaradeildarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2009 18:21 Cristiano Ronaldo í baráttunni við Lucho, leikmann Porto, í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Porto náði 2-2 jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá lauk leik Villarreal og Arsenal á Spáni með 1-1 jafntefli en í báðum leikjum lentu ensku liðin undir snemma leiks. Manchester United átti skelfilegan fyrri hálfleik á heimavelli í kvöld og mátti þakka fyrir að fara í hálfleikinn með jafna stöðu, 1-1, eftir að hafa skorað eftir skelfileg varnarmistök gestanna. Varamaðurinn Carlos Tevez kom svo United í 2-1 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en annar varamaður, Mariano, jafnaði svo metin fyrir Porto. Leik þessara liða í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar vorið 2004 lauk einnig með jafntefli en þá komst Porto áfram með 2-1 sigri á heimavelli. Marcos Senna skoraði mark Arsenal með glæsilegum þrumufleyg en mark Arsenal var ekki síður fallegt. Emmanuel Adebayor var þar að verki með einkar laglegri bakfallsspyrnu. Arsenal er því í ágætri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Lundúnum. Manchester United - Porto 2-20-1 Christian Rodrigues (4.) 1-1 Wayne Rooney (15.) 2-1 Carlos Tevez (85.)2-2 Mariano (89.) Alex Ferguson gerði fjórar breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Nemanja Vidic, Paul Scholes og Wayne Rooney voru allir í banni gegn Aston Villa og Ji-Sung Park er kominn aftur í lið United. Gestirnir fengu draumabyrjun á Old Trafford. Fyrst átti Lisandro Lopez hörkuskot að marki sem var varið. Stuttu síðar barst boltinn á Christian Rodrigues eftir að Ronaldo tapaði boltanum á miðjunni. Rodrigues gerði vel og skoraði með góðu skoti. United kom sér betur inn í leikinn eftir þetta. Fyrst átti Ronaldo skalla að marki Porto sem var vel varinn. En það var Bruno Alves, varnarmaður Porto, sem færði United jöfnunarmarkið á silfurfati. Hann ætlaði að gefa boltann aftur á Helton markvörð en sá ekki Rooney sem komst auðveldlega inn í sendinguna og skoraði af öryggi. Porto hélt þó uppteknum hætti eftir þetta og létu varnarmenn United hafa fyrir hlutunum. Staðan þó enn 1-1 í hálfleik sem verður að teljast lukkulegt fyrir heimamenn. United byrjaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri. Helton varði nokkrum sinnum vel snemma í hálfleiknum, fyrst frá Wayne Rooney sem reyndi að vippa boltanum yfir hann og svo skalla Nemanja Vidic. Ryan Giggs, Gary Neville og Carlos Tevez komu allir inn á sem varamenn í leiknum. Leikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir þetta en þegar fimm mínútur voru til leiksloka breyttist allt. Neville tók þá innkast við hornfánann sem Rooney framlengdi áfram á Tevez með ökklanum. Sá argentínski þrumaði knettinum í netið af stuttufæri. Gleði heimamanna stóð þó stuttu yfir. Annar varamaður, nú í liði Porto, Mariano, var skilinn einn eftir vinstra megin í teignum þegar að fyrirgjöfin kom frá hægri. Hann stóð þar einn og óvaldaður og náði að koma knettinum framhjá van der Sar. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, O'Shea, Vidic, Evans, Evra, Fletcher, Carrick, Scholes, Ronaldo, Rooney, Park.Varamenn: Foster, Neville, Eckersley, Giggs, Nani, Tevez, Macheda.Byrjunarlið Porto: Helton, Sapunaru, Rolando, Bruno Alves, Cissokho, Lucho Gonzalez, Fernando, Raul Meireles, Lopez, Hulk, Rodriguez.Varamenn: Nuno, Stepanov, Mariano Gonzalez, Costa, Madrid, Farias, Sektioui.Villarreal - Arsenal 1-1 1-0 Marcos Senna (10.) 1-1 Emmanuel Adebayor (66.) Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, verður að sætta sig við að sitja á bekknum í kvöld. Marcos Senna er kominn aftur í lið Villarreal eftir meiðsli. Pires kom þó inn á sem varamaður í leiknum. Arsene Wenger gerði eina breytingu á liði Arsenal frá síðasta leik. Samir Nasri kom inn á miðjuna fyrir Andrei Arshavin sem er ekki gjaldgengur í Meistaradeildinni með Arsenal. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og byrjuðu að ógna marki þeirra ensku strax í upphafi. Það var svo á 10. mínútu að Marcos Senna átti þrumufleyg að marki af 30 metra færi sem hafnaði í efra markhorninu. Glæsilegt mark. Á 28. mínútu þurfti Manuel Almunia, markvörður Arsenal, að fara af velli eftir að hann meiddist á ökkla eftir samstuð við Giuseppi Rossi. Lukasz Fabianski kom inn í hans stað og varði skömmu síðar vel í tvígang frá leikmönnum Porto, fyrst frá Marcos Senna og svo Joan Capdevila. Arsenal varð svo fyrir öðru áfalli skömmu síðar er William Gallas þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Johan Djourou kom inn í hans stað. Þeir ensku bættu leik sinn í upphafi síðari hálfleik og fóru að spila boltanum betur á milli sín. Það bar svo árangur á 66. mínútu er Cesc Fabregas gaf boltann inn á teig. Þar var Emmanuel Adebayor mættur, tók niður boltann og skoraði með glæsilegri bakfallsspyrnu. Byrjunarlið Villarreal: Diego Lopez, Angel, Godin, Rodriguez, Capdevila, Cani, Senna, Eguren, Ibagaza, Rossi, Llorente.Varamenn: Viera, Pires, Franco, Fernandez, Nihat, Javi Venta, Fuentes.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Toure, Gallas, Clichy, Denilson, Song Billong, Walcott, Fabregas, Nasri, Adebayor.Varamenn: Fabianski, Vela, Silvestre, Djourou, Bendtner, Eboue, Gibbs. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira
Porto náði 2-2 jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá lauk leik Villarreal og Arsenal á Spáni með 1-1 jafntefli en í báðum leikjum lentu ensku liðin undir snemma leiks. Manchester United átti skelfilegan fyrri hálfleik á heimavelli í kvöld og mátti þakka fyrir að fara í hálfleikinn með jafna stöðu, 1-1, eftir að hafa skorað eftir skelfileg varnarmistök gestanna. Varamaðurinn Carlos Tevez kom svo United í 2-1 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en annar varamaður, Mariano, jafnaði svo metin fyrir Porto. Leik þessara liða í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar vorið 2004 lauk einnig með jafntefli en þá komst Porto áfram með 2-1 sigri á heimavelli. Marcos Senna skoraði mark Arsenal með glæsilegum þrumufleyg en mark Arsenal var ekki síður fallegt. Emmanuel Adebayor var þar að verki með einkar laglegri bakfallsspyrnu. Arsenal er því í ágætri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Lundúnum. Manchester United - Porto 2-20-1 Christian Rodrigues (4.) 1-1 Wayne Rooney (15.) 2-1 Carlos Tevez (85.)2-2 Mariano (89.) Alex Ferguson gerði fjórar breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Nemanja Vidic, Paul Scholes og Wayne Rooney voru allir í banni gegn Aston Villa og Ji-Sung Park er kominn aftur í lið United. Gestirnir fengu draumabyrjun á Old Trafford. Fyrst átti Lisandro Lopez hörkuskot að marki sem var varið. Stuttu síðar barst boltinn á Christian Rodrigues eftir að Ronaldo tapaði boltanum á miðjunni. Rodrigues gerði vel og skoraði með góðu skoti. United kom sér betur inn í leikinn eftir þetta. Fyrst átti Ronaldo skalla að marki Porto sem var vel varinn. En það var Bruno Alves, varnarmaður Porto, sem færði United jöfnunarmarkið á silfurfati. Hann ætlaði að gefa boltann aftur á Helton markvörð en sá ekki Rooney sem komst auðveldlega inn í sendinguna og skoraði af öryggi. Porto hélt þó uppteknum hætti eftir þetta og létu varnarmenn United hafa fyrir hlutunum. Staðan þó enn 1-1 í hálfleik sem verður að teljast lukkulegt fyrir heimamenn. United byrjaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri. Helton varði nokkrum sinnum vel snemma í hálfleiknum, fyrst frá Wayne Rooney sem reyndi að vippa boltanum yfir hann og svo skalla Nemanja Vidic. Ryan Giggs, Gary Neville og Carlos Tevez komu allir inn á sem varamenn í leiknum. Leikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir þetta en þegar fimm mínútur voru til leiksloka breyttist allt. Neville tók þá innkast við hornfánann sem Rooney framlengdi áfram á Tevez með ökklanum. Sá argentínski þrumaði knettinum í netið af stuttufæri. Gleði heimamanna stóð þó stuttu yfir. Annar varamaður, nú í liði Porto, Mariano, var skilinn einn eftir vinstra megin í teignum þegar að fyrirgjöfin kom frá hægri. Hann stóð þar einn og óvaldaður og náði að koma knettinum framhjá van der Sar. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, O'Shea, Vidic, Evans, Evra, Fletcher, Carrick, Scholes, Ronaldo, Rooney, Park.Varamenn: Foster, Neville, Eckersley, Giggs, Nani, Tevez, Macheda.Byrjunarlið Porto: Helton, Sapunaru, Rolando, Bruno Alves, Cissokho, Lucho Gonzalez, Fernando, Raul Meireles, Lopez, Hulk, Rodriguez.Varamenn: Nuno, Stepanov, Mariano Gonzalez, Costa, Madrid, Farias, Sektioui.Villarreal - Arsenal 1-1 1-0 Marcos Senna (10.) 1-1 Emmanuel Adebayor (66.) Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, verður að sætta sig við að sitja á bekknum í kvöld. Marcos Senna er kominn aftur í lið Villarreal eftir meiðsli. Pires kom þó inn á sem varamaður í leiknum. Arsene Wenger gerði eina breytingu á liði Arsenal frá síðasta leik. Samir Nasri kom inn á miðjuna fyrir Andrei Arshavin sem er ekki gjaldgengur í Meistaradeildinni með Arsenal. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og byrjuðu að ógna marki þeirra ensku strax í upphafi. Það var svo á 10. mínútu að Marcos Senna átti þrumufleyg að marki af 30 metra færi sem hafnaði í efra markhorninu. Glæsilegt mark. Á 28. mínútu þurfti Manuel Almunia, markvörður Arsenal, að fara af velli eftir að hann meiddist á ökkla eftir samstuð við Giuseppi Rossi. Lukasz Fabianski kom inn í hans stað og varði skömmu síðar vel í tvígang frá leikmönnum Porto, fyrst frá Marcos Senna og svo Joan Capdevila. Arsenal varð svo fyrir öðru áfalli skömmu síðar er William Gallas þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Johan Djourou kom inn í hans stað. Þeir ensku bættu leik sinn í upphafi síðari hálfleik og fóru að spila boltanum betur á milli sín. Það bar svo árangur á 66. mínútu er Cesc Fabregas gaf boltann inn á teig. Þar var Emmanuel Adebayor mættur, tók niður boltann og skoraði með glæsilegri bakfallsspyrnu. Byrjunarlið Villarreal: Diego Lopez, Angel, Godin, Rodriguez, Capdevila, Cani, Senna, Eguren, Ibagaza, Rossi, Llorente.Varamenn: Viera, Pires, Franco, Fernandez, Nihat, Javi Venta, Fuentes.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Toure, Gallas, Clichy, Denilson, Song Billong, Walcott, Fabregas, Nasri, Adebayor.Varamenn: Fabianski, Vela, Silvestre, Djourou, Bendtner, Eboue, Gibbs.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Sjá meira