Unibrew lækkar: Stór eigandi úti að synda í Atlantshafi 15. september 2009 11:26 Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa átt tvo afleita daga í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Í gærdag lækkuðu hlutirnir um tæp 10% og í dag hafa þeir lækkað um rúm 6% í viðbót. Á börsen.dk segir að ástæðan séu áhyggjur af miklum skuldum Unibrew og því að einn stærsti eigandinn sé..."úti að synda í Atlantshafinu, nánar tiltekið á Íslandi." Eins og fram hefur komið í fréttum eiga Stoðir og Straumur samtals rúmlega 20% í Royal Unibrew sem eru næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur. Sá hlutur er nú virði rúmlega 200 milljón danskra kr. eða um 5 milljarða kr. Unibrew hafði gengið mjög vel vikuna fram að síðustu helgi í kauphöllinni. Höfðu hlutirnir hækkað átta daga í röð og samtals frá því í mars s.l. er þeir náðu botninum höfðu þeir hækkað um 536%. Gengi hlutana á föstudag var rétt tæpar 220 kr. danskar en í morgun voru þeir komnir niður í rúmar 190 kr. danskar. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutir í dönsku bruggverksmiðjunum Royal Unibrew hafa átt tvo afleita daga í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Í gærdag lækkuðu hlutirnir um tæp 10% og í dag hafa þeir lækkað um rúm 6% í viðbót. Á börsen.dk segir að ástæðan séu áhyggjur af miklum skuldum Unibrew og því að einn stærsti eigandinn sé..."úti að synda í Atlantshafinu, nánar tiltekið á Íslandi." Eins og fram hefur komið í fréttum eiga Stoðir og Straumur samtals rúmlega 20% í Royal Unibrew sem eru næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur. Sá hlutur er nú virði rúmlega 200 milljón danskra kr. eða um 5 milljarða kr. Unibrew hafði gengið mjög vel vikuna fram að síðustu helgi í kauphöllinni. Höfðu hlutirnir hækkað átta daga í röð og samtals frá því í mars s.l. er þeir náðu botninum höfðu þeir hækkað um 536%. Gengi hlutana á föstudag var rétt tæpar 220 kr. danskar en í morgun voru þeir komnir niður í rúmar 190 kr. danskar.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira