Ábyrgðin á Icesave 2. júlí 2009 00:01 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skynjar ákveðna örvæntingu í greinargerðinni sem fylgir Icesave-frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í viðtali Bjarna við fréttastofu Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Bjarni metur þarna stöðuna hárrétt. Örvænting er örugglega rétta orðið yfir þá tilfinningu sem meirihluti stjórnarþingmanna ber í brjósti andspænis því að þurfa að samþykkja ríkisábyrgð á þessum ógæfureikningum Landsbankans. Það hlýtur að vera hörmulegt hlutskipti að samþykkja byrðar á þjóðarbúið vegna máls sem aðrir stofnuðu til. Þetta á umfram allt við um þingmenn Vinstri grænna. Þeir komu á engum stigum að því að skapa eða hafa eftirlit með því umhverfi sem leyfði Icesave-reikningnum að verða til í skjóli og á ábyrgð íslenskra skattborgara. Það er fyrst og fremst verk Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en líka Samfylkingarinnar, sem var á vaktinni í ríkisstjórn og viðskiptaráðuneytinu í sextán mánuði áður en Icesave sprakk upp í andlitið á þjóðinni. Örvænting þingmanna og -kvenna Vinstri grænna er því skiljanleg. Það er skiljanlegt að þeim sé mikið í mun að hnykkt sé á því í greinargerð með frumvarpinu hvar ábyrgðin á reikningunum liggur; hverjir það voru sem bjuggu svo um hnútana að Íslendingar hafa nú ekki um annað að velja en að undirgangast þessa mörg hundruð milljarða króna ábyrgð. Formanni Sjálfstæðisflokksins finnst greinargerðin hlutdræg og saknar þess að í henni sé ekki meira jafnvægi. Sá dómur er ekki ósanngjarn. Orðalag textans er á köflum ansi gildishlaðið. Þær umbúðir breyta þó engu um innihaldið. Landsbankinn opnaði fyrstu Icesave-reikningana haustið 2006 í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Á öllum stigum vann Landsbankinn fullkomlega samkvæmt starfsleyfum og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Undir þeim vökulu augum þöndust upphæðirnar á Icesave-reikningunum í Bretlandi í stjarnfræðilegar tölur. Aðeins fimm mánuðum áður en Landsbankinn hrundi opnaði hann reikninga í Hollandi og náði að safna þar inn hollensku sparifé að verðmæti um 1,7 milljarðar evra. Þetta fékk bankinn að gera þrátt fyrir að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hefði að eigin sögn allmörgum vikum áður verið búinn að tjá innlendum ráðamönnum að íslensku bankarnir væru á heljarþröm. Hvernig fylgdi þáverandi seðlabankastjóri þeim spádómi eftir? Með því að aflétta bindisskyldu útibúa íslenskra fjármálastofnana erlendis nokkrum vikum síðar, í maí 2008, eins og finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jannari hefur vakið á athygli í skýrslu sinni. Auðveldaði sú aðgerð Landsbankanum til muna stofnun reikninganna í Hollandi og meðferð þeirra fjármuna sem þar söfnuðust. Allt lyktar þetta langar leiðir af því að greiða þurfti götu banka sem var í náðinni hjá ákveðinni klíku innan Sjálfstæðisflokksins. Framkvæmdastjóri flokksins var varaformaður bankaráðsins og eigandi bankans hafði verið handvalinn af þáverandi formanni flokksins, sem var orðinn formaður bankastjórnar Seðlabankans. Sú örvænting sem Bjarni Benediktsson skynjar hjá ríkisstjórnarflokkunum yfir því að ljúka þessu máli er ekkert undarleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skynjar ákveðna örvæntingu í greinargerðinni sem fylgir Icesave-frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í viðtali Bjarna við fréttastofu Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Bjarni metur þarna stöðuna hárrétt. Örvænting er örugglega rétta orðið yfir þá tilfinningu sem meirihluti stjórnarþingmanna ber í brjósti andspænis því að þurfa að samþykkja ríkisábyrgð á þessum ógæfureikningum Landsbankans. Það hlýtur að vera hörmulegt hlutskipti að samþykkja byrðar á þjóðarbúið vegna máls sem aðrir stofnuðu til. Þetta á umfram allt við um þingmenn Vinstri grænna. Þeir komu á engum stigum að því að skapa eða hafa eftirlit með því umhverfi sem leyfði Icesave-reikningnum að verða til í skjóli og á ábyrgð íslenskra skattborgara. Það er fyrst og fremst verk Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en líka Samfylkingarinnar, sem var á vaktinni í ríkisstjórn og viðskiptaráðuneytinu í sextán mánuði áður en Icesave sprakk upp í andlitið á þjóðinni. Örvænting þingmanna og -kvenna Vinstri grænna er því skiljanleg. Það er skiljanlegt að þeim sé mikið í mun að hnykkt sé á því í greinargerð með frumvarpinu hvar ábyrgðin á reikningunum liggur; hverjir það voru sem bjuggu svo um hnútana að Íslendingar hafa nú ekki um annað að velja en að undirgangast þessa mörg hundruð milljarða króna ábyrgð. Formanni Sjálfstæðisflokksins finnst greinargerðin hlutdræg og saknar þess að í henni sé ekki meira jafnvægi. Sá dómur er ekki ósanngjarn. Orðalag textans er á köflum ansi gildishlaðið. Þær umbúðir breyta þó engu um innihaldið. Landsbankinn opnaði fyrstu Icesave-reikningana haustið 2006 í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Á öllum stigum vann Landsbankinn fullkomlega samkvæmt starfsleyfum og undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Undir þeim vökulu augum þöndust upphæðirnar á Icesave-reikningunum í Bretlandi í stjarnfræðilegar tölur. Aðeins fimm mánuðum áður en Landsbankinn hrundi opnaði hann reikninga í Hollandi og náði að safna þar inn hollensku sparifé að verðmæti um 1,7 milljarðar evra. Þetta fékk bankinn að gera þrátt fyrir að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hefði að eigin sögn allmörgum vikum áður verið búinn að tjá innlendum ráðamönnum að íslensku bankarnir væru á heljarþröm. Hvernig fylgdi þáverandi seðlabankastjóri þeim spádómi eftir? Með því að aflétta bindisskyldu útibúa íslenskra fjármálastofnana erlendis nokkrum vikum síðar, í maí 2008, eins og finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jannari hefur vakið á athygli í skýrslu sinni. Auðveldaði sú aðgerð Landsbankanum til muna stofnun reikninganna í Hollandi og meðferð þeirra fjármuna sem þar söfnuðust. Allt lyktar þetta langar leiðir af því að greiða þurfti götu banka sem var í náðinni hjá ákveðinni klíku innan Sjálfstæðisflokksins. Framkvæmdastjóri flokksins var varaformaður bankaráðsins og eigandi bankans hafði verið handvalinn af þáverandi formanni flokksins, sem var orðinn formaður bankastjórnar Seðlabankans. Sú örvænting sem Bjarni Benediktsson skynjar hjá ríkisstjórnarflokkunum yfir því að ljúka þessu máli er ekkert undarleg.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun