Gary Naysmith: Eigum ekkert skilið ef við vinnum ekki Ísland á Hampden Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 20:17 Naysmith fagnar marki sínu á Laugardalsvellinum árið 2002. Mynd/Getty Images Skoski varnarmaðurinn Gary Naysmith telur að ef Skotland vinnur ekki Ísland á miðvikudaginn í undankeppni HM, séu möguleikar liðsins á að komast til Suður-Afríku að engu orðnir. Eftir tap gegn Makedóníu og Hollandi, jafntefli gegn Noregi og sigur gegn Íslandi, eru Skotar með fjögur stig í öðru sæti ásamt Íslandi. Makedónía hefur þrjú stig og hefur leikið einum leik færra, líkt og Noregur sem hefur tvö stig á botninum. Naysmith segir að Skotar megi ekki við fleiri áföllum á heimavelli. „Við þurfum að hala inn tíu stig úr næstu fjórum leikjum til að tryggja að við verðum með nógu góðan árangur í öðru sæti. Það er erfitt að ná því." „Þess vegna verðum við að vinna Íslandi. Ekkert annað kemur til greina," sagði Naysmith en Skotar unnu fyrri leikinn á Íslandi, 2-1. „Ef við vinnum ekki á miðvikudaginn getum við enn náð öðru sæti en ég efast um að við náum þá einu af þeim sætum sem gefa rétt til þátttöku í umspili um laust sæti á HM. Og ef ég á að vera hreinskilinn, eftir að hafa ekki unnið Noreg á heimavelli í síðasta leik eigum við ekki skilið að komast áfram ef við vinnum ekki Ísland á Hampden," sagði Naysmith, sem leikur nú með Sheffield United. Hann hefur spilað þrisvar gegn Íslandi og unnið alla leikina. Árið 2002 skoraði hann meira að segja á Laugardalsvellinum í 2-0 sigri. „Við unnum Ísland síðast 2-1 og það var okkar fyrsti sigur í keppninni. Það var opinn leikur og þessi gæti orðið það líka. Ég á góðar minningar úr leikjum gegn Íslandi þar sem mér virðist alltaf ganga vel. En Ísland hefur nóg að spila fyrir og þeir koma á Hampden til að vinna." „Þeir munu líklega liggja aftarlega og reyna að beita skyndisóknum. Við erum vanir að spila gegn liðum sem liggja til baka á Hampden en ef lykilmenn okkar ná sér á strik verðum við í góðum málum," sagði Gary Naysmith. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira
Skoski varnarmaðurinn Gary Naysmith telur að ef Skotland vinnur ekki Ísland á miðvikudaginn í undankeppni HM, séu möguleikar liðsins á að komast til Suður-Afríku að engu orðnir. Eftir tap gegn Makedóníu og Hollandi, jafntefli gegn Noregi og sigur gegn Íslandi, eru Skotar með fjögur stig í öðru sæti ásamt Íslandi. Makedónía hefur þrjú stig og hefur leikið einum leik færra, líkt og Noregur sem hefur tvö stig á botninum. Naysmith segir að Skotar megi ekki við fleiri áföllum á heimavelli. „Við þurfum að hala inn tíu stig úr næstu fjórum leikjum til að tryggja að við verðum með nógu góðan árangur í öðru sæti. Það er erfitt að ná því." „Þess vegna verðum við að vinna Íslandi. Ekkert annað kemur til greina," sagði Naysmith en Skotar unnu fyrri leikinn á Íslandi, 2-1. „Ef við vinnum ekki á miðvikudaginn getum við enn náð öðru sæti en ég efast um að við náum þá einu af þeim sætum sem gefa rétt til þátttöku í umspili um laust sæti á HM. Og ef ég á að vera hreinskilinn, eftir að hafa ekki unnið Noreg á heimavelli í síðasta leik eigum við ekki skilið að komast áfram ef við vinnum ekki Ísland á Hampden," sagði Naysmith, sem leikur nú með Sheffield United. Hann hefur spilað þrisvar gegn Íslandi og unnið alla leikina. Árið 2002 skoraði hann meira að segja á Laugardalsvellinum í 2-0 sigri. „Við unnum Ísland síðast 2-1 og það var okkar fyrsti sigur í keppninni. Það var opinn leikur og þessi gæti orðið það líka. Ég á góðar minningar úr leikjum gegn Íslandi þar sem mér virðist alltaf ganga vel. En Ísland hefur nóg að spila fyrir og þeir koma á Hampden til að vinna." „Þeir munu líklega liggja aftarlega og reyna að beita skyndisóknum. Við erum vanir að spila gegn liðum sem liggja til baka á Hampden en ef lykilmenn okkar ná sér á strik verðum við í góðum málum," sagði Gary Naysmith.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira