Landkynning Dr. Gunni skrifar 28. maí 2009 06:00 Ég tók að mér hollenskt sjónvarpsþáttagerðarfólk. Þau voru að fjalla um „Ástandið á Íslandi" og höfðu fengið þá flugu í höfuðið að ég gæti sagt þeim eitthvað af viti. Ég sagði þeim að þetta væri eiginlega eins og skilnaður. Við hefðum skilið við góðæris-Ísland, gömlu kærustuna. Hún var vissulega sæt, en það var bara alltaf eitthvað að henni. Hræðilegur persónuleikagalli sem glitti í á bakvið lokkandi brosið. Núna nennti maður ekki lengur að velta sér upp úr árunum með henni, heldur vildi maður líta fram á veginn og byrja upp á nýtt. Helst með sænskri fóstru. Þau settu mig undir stýri á glænýjum Land Rover og filmuðu þegar ég ók um Reykjavík. Mér leið eins og málaliða í kamúflasgalla að rúnta um átakasvæði í Afríku. Þau vildu aðallega fá að filma mig fyrir framan tómar byggingar. Við fórum upp að galtómri risaverslun Bauhaus. Ég sagði þeim að ef búðin hefði verið opnuð tveimur mánuðum fyrr hefðu allavega þúsund manns beðið fyrir framan dyrnar á opnunardaginn. Þau lögðu mikið á sig til að ná mér á mynd setjast upp í Land Roverinn á flennistóru galtómu bílastæðinu. Skotið hefði verið fullkomið hefði ég farið að grenja. Ég benti þeim á lokað B&L þaðan sem Range-ar runnu út fyrir ári. Ég benti á turninn á Höfðatorgi og fór með þau í grunninn á Tónlistarhöllinni. Ég sýndi þeim fossinn í Kaupþingi. Móttökudaman varð höst þegar hún sá kameruna. Þau hollensku vildu að ég tæki Michael Moore á hana, yrði með læti og segði að núna væri þetta minn banki og ég mætti gera það sem mér sýndist. Ég neitaði að spila með. Þau vildu vita hvernig Íslendingum liði. Ég sagði þeim að það væri ekkert eitt svar við því, flestir væru ennþá reiðir en það færi eftir atvinnu- og skuldahögum hversu reið við værum. Við værum enn að bíða eftir að þeim seku yrði refsað. Persónulega fyndist mér að refsingin ætti að vera samfélagsstörf frekar en kósíheit í steininum. Hvernig fékkst þjóðin til að taka þátt í vitleysunni, spurðu þau. Sagði enginn neitt? Það var kallað öfundarraus þegar einhver maldaði í móinn, svaraði ég. En annars voru flestir bara of uppteknir við að eyða yfirdrættinum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun
Ég tók að mér hollenskt sjónvarpsþáttagerðarfólk. Þau voru að fjalla um „Ástandið á Íslandi" og höfðu fengið þá flugu í höfuðið að ég gæti sagt þeim eitthvað af viti. Ég sagði þeim að þetta væri eiginlega eins og skilnaður. Við hefðum skilið við góðæris-Ísland, gömlu kærustuna. Hún var vissulega sæt, en það var bara alltaf eitthvað að henni. Hræðilegur persónuleikagalli sem glitti í á bakvið lokkandi brosið. Núna nennti maður ekki lengur að velta sér upp úr árunum með henni, heldur vildi maður líta fram á veginn og byrja upp á nýtt. Helst með sænskri fóstru. Þau settu mig undir stýri á glænýjum Land Rover og filmuðu þegar ég ók um Reykjavík. Mér leið eins og málaliða í kamúflasgalla að rúnta um átakasvæði í Afríku. Þau vildu aðallega fá að filma mig fyrir framan tómar byggingar. Við fórum upp að galtómri risaverslun Bauhaus. Ég sagði þeim að ef búðin hefði verið opnuð tveimur mánuðum fyrr hefðu allavega þúsund manns beðið fyrir framan dyrnar á opnunardaginn. Þau lögðu mikið á sig til að ná mér á mynd setjast upp í Land Roverinn á flennistóru galtómu bílastæðinu. Skotið hefði verið fullkomið hefði ég farið að grenja. Ég benti þeim á lokað B&L þaðan sem Range-ar runnu út fyrir ári. Ég benti á turninn á Höfðatorgi og fór með þau í grunninn á Tónlistarhöllinni. Ég sýndi þeim fossinn í Kaupþingi. Móttökudaman varð höst þegar hún sá kameruna. Þau hollensku vildu að ég tæki Michael Moore á hana, yrði með læti og segði að núna væri þetta minn banki og ég mætti gera það sem mér sýndist. Ég neitaði að spila með. Þau vildu vita hvernig Íslendingum liði. Ég sagði þeim að það væri ekkert eitt svar við því, flestir væru ennþá reiðir en það færi eftir atvinnu- og skuldahögum hversu reið við værum. Við værum enn að bíða eftir að þeim seku yrði refsað. Persónulega fyndist mér að refsingin ætti að vera samfélagsstörf frekar en kósíheit í steininum. Hvernig fékkst þjóðin til að taka þátt í vitleysunni, spurðu þau. Sagði enginn neitt? Það var kallað öfundarraus þegar einhver maldaði í móinn, svaraði ég. En annars voru flestir bara of uppteknir við að eyða yfirdrættinum sínum.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun