Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL varð í dag Íslandsmeistari kvenna í golfi eftir mikla spennu í Grafarholtinu. Hún lék lokahringinn á 73 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari.
Spennan var mikil á lokaholunum og munaði litlu að Signý Arnórsdóttir úr GK jafnaði Valdísi á 17. og 18. holu en hún lék virkilega vel í dag.
Valdís endaði á 11 yfir pari, Signý var á 12 yfir og Ásta Birna Magnúsdóttir GK í þriðja sæti á 16 yfir pari.
Í þessum skrifuðu orðum er að hefjast umspil um sigurinn í karlaflokki þar sem Ólafur Björn Loftsson og Stefán Már Stefánsson eigast við á 10., 17 og 18. holu vallarins. Björgvin Sigurbergsson hefur tryggt sér þriðja sætið.