Breska hagkerfið stendur verst allra þróaðra hagkerfa 28. janúar 2009 18:47 Gordon Brown Breska hagkerfið stendur verst allra þróaðra hagkerfa að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland er ekki í hópnum, enda telst landið nýmarkaður. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá í dag verður hagvöxtur á heimsvísu í ár aðeins hálft prósent og hefur ekki verið lægri síðan í Seinni heimsstyrjöldinni. Í október spáði sjóðurinn því að hann yrði tvö komma tvö prósent. Síðan hefur sigið á ógæfu hliðina. Það er mat sjóðsins að hjól efnahagslífsins svo gott sem stöðvist í ár. Marka þurfi nýja stefnu og veita fé í þær fjármálastofnanir sem teljist lífvænlegar. Sjóðurinn spáir því að samdrátturinn verði tvö komma átta prósent í Bretlandi sem er mesti samdrátturinn í ár hjá þróuðum hagkerfum en Ísland telst þar ekki með enda nýmarkaðsríki samkvæmt skilgreiningum sjóðsins. Samkvæmt niðurstöðu Institute of Fiscal Studies þurfa Bretar að grípa til niðurskurðar og skattahækkana til að mæta mikilli skuldasöfnun hins opinbera. Hjá foreignpolicy punktur com er Bretland sagt eitt fimm ríkja sem geti hlotið íslensk örlög eða nær algjört efnahagshrun Grikklandi, Lettlandi, Nikaragúa og Úkraínu. Atvinnuleysi verði átta prósent og tuttugu prósent Breta telji sig ekki ráða við skuldir sínar. Samdrátturinn á evrusvæðinu verður tvö prósent að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eitt komma sex prósent í Bandaríkjunum. Samdráttur verði einnig nokkur á nýmörkuðum og hjá þróunarríkjum. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breska hagkerfið stendur verst allra þróaðra hagkerfa að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland er ekki í hópnum, enda telst landið nýmarkaður. Samkvæmt skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá í dag verður hagvöxtur á heimsvísu í ár aðeins hálft prósent og hefur ekki verið lægri síðan í Seinni heimsstyrjöldinni. Í október spáði sjóðurinn því að hann yrði tvö komma tvö prósent. Síðan hefur sigið á ógæfu hliðina. Það er mat sjóðsins að hjól efnahagslífsins svo gott sem stöðvist í ár. Marka þurfi nýja stefnu og veita fé í þær fjármálastofnanir sem teljist lífvænlegar. Sjóðurinn spáir því að samdrátturinn verði tvö komma átta prósent í Bretlandi sem er mesti samdrátturinn í ár hjá þróuðum hagkerfum en Ísland telst þar ekki með enda nýmarkaðsríki samkvæmt skilgreiningum sjóðsins. Samkvæmt niðurstöðu Institute of Fiscal Studies þurfa Bretar að grípa til niðurskurðar og skattahækkana til að mæta mikilli skuldasöfnun hins opinbera. Hjá foreignpolicy punktur com er Bretland sagt eitt fimm ríkja sem geti hlotið íslensk örlög eða nær algjört efnahagshrun Grikklandi, Lettlandi, Nikaragúa og Úkraínu. Atvinnuleysi verði átta prósent og tuttugu prósent Breta telji sig ekki ráða við skuldir sínar. Samdrátturinn á evrusvæðinu verður tvö prósent að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eitt komma sex prósent í Bandaríkjunum. Samdráttur verði einnig nokkur á nýmörkuðum og hjá þróunarríkjum.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira