Hörður: Ég er sleginn yfir ummælum Eiðs Smára Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. nóvember 2009 12:36 Hörður Magnússon. „Ég er steinhissa í raun og veru að hann skuli tjá sig með þessum hætti. Ég er svolítið sleginn yfir þessu," sagði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 áðan en Eiður lætur Hörð heyra það í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Má lesa það viðtal hér á Vísi. „Ég var ekki að kalla eftir einu né neinu. Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, hringdi í mig og bað mig um álit. Ég gaf það en var ekki að kalla sjálfur eftir neinni umfjöllun um Eið," sagði Hörður. Hann skilur ekki að Eiður sé svona sár yfir því að íþróttafréttamaður sé að gagnrýna hann. „Ef að menn sem eru íþróttafréttamenn geta ekki fjallað um frammistöðu knattspyrnumanna, hverjir eiga þá að gera það? Ég meina eiga stjórnmálamenn að fjalla um pólitískar fréttir? Ég veit ekki alveg hvaðan hann er að koma og hvort hann hreinlega las mína gagnrýni sem var frekar uppbyggileg. Ég hef lýst óteljandi leikjum með Eiði og hrósað honum mikið í gegnum tíðina og það ekki að ósekju," sagði Hörður. Athygli vekur að Eiður ákveður að beina spjótum sínum meðal annars að holdarfari Harðar og gerir lítið úr ferli hans í viðtalinu. „Ég skil það ekki alveg. Ég var nú ekkert að tjá mig um hvernig hann lítur út. Ég hélt mig við málefnalega gagnrýni. Hann ákveður að gera þetta eitthvað persónulegt. Hann verður að meta það sjálfur hvort hann gekk of langt. Ég skil annars ekki af hverju hann er svona sár út í mig því hann segir sjálfur í viðtalinu í Fréttablaðinu að hann hafi ekki fundið sig," sagði Hörður sem var sleginn eins og áður kom fram. „Eiður er greinilega viðkvæmur. Ég hélt kannski að hann myndi svara þessari gagnrýni á vellinum og gefa mér langt nef þar. Þannig hefur hann margoft svarað gagnrýni. Ég vona að hann geri það skori þrennu í landsleiknum í dag," sagði Hörður í útvarpsþættinum fótbolti.net. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Sjá meira
„Ég er steinhissa í raun og veru að hann skuli tjá sig með þessum hætti. Ég er svolítið sleginn yfir þessu," sagði Hörður Magnússon íþróttafréttamaður við útvarpsþáttinn fótbolti.net á X-inu 977 áðan en Eiður lætur Hörð heyra það í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Má lesa það viðtal hér á Vísi. „Ég var ekki að kalla eftir einu né neinu. Guðmundur Hilmarsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, hringdi í mig og bað mig um álit. Ég gaf það en var ekki að kalla sjálfur eftir neinni umfjöllun um Eið," sagði Hörður. Hann skilur ekki að Eiður sé svona sár yfir því að íþróttafréttamaður sé að gagnrýna hann. „Ef að menn sem eru íþróttafréttamenn geta ekki fjallað um frammistöðu knattspyrnumanna, hverjir eiga þá að gera það? Ég meina eiga stjórnmálamenn að fjalla um pólitískar fréttir? Ég veit ekki alveg hvaðan hann er að koma og hvort hann hreinlega las mína gagnrýni sem var frekar uppbyggileg. Ég hef lýst óteljandi leikjum með Eiði og hrósað honum mikið í gegnum tíðina og það ekki að ósekju," sagði Hörður. Athygli vekur að Eiður ákveður að beina spjótum sínum meðal annars að holdarfari Harðar og gerir lítið úr ferli hans í viðtalinu. „Ég skil það ekki alveg. Ég var nú ekkert að tjá mig um hvernig hann lítur út. Ég hélt mig við málefnalega gagnrýni. Hann ákveður að gera þetta eitthvað persónulegt. Hann verður að meta það sjálfur hvort hann gekk of langt. Ég skil annars ekki af hverju hann er svona sár út í mig því hann segir sjálfur í viðtalinu í Fréttablaðinu að hann hafi ekki fundið sig," sagði Hörður sem var sleginn eins og áður kom fram. „Eiður er greinilega viðkvæmur. Ég hélt kannski að hann myndi svara þessari gagnrýni á vellinum og gefa mér langt nef þar. Þannig hefur hann margoft svarað gagnrýni. Ég vona að hann geri það skori þrennu í landsleiknum í dag," sagði Hörður í útvarpsþættinum fótbolti.net.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Í beinni: ÍBV - Afturelding | Botnliðið þarf stig í Eyjum Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Sjá meira