Sigurganga Cleveland heldur áfram en Lakers tapaði aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2009 09:00 Kobe Bryant var allt annað en ánægður með úrslit næturinnar. Mynd/GettyImages LeBron James sá til þess að Cleveland vann sinn þrettánda leik í röð í NBA-deildinni í nótt en Kobe Bryant gat ekki komið í veg fyrir að Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð. Cleveland er því komið með gott forskot á Lakers í baráttunni um besta árangurinn í allir NBA-deildinni og þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Cleveland vann 36. heimaleik vetrarins (í 37 leikjum) þegar liðið lagði Detroit að velli, 79-73 í hörkuleik. LeBron James skoraði tvisvar sinnum körfu og fékk víti að auki á lokamínútum leiksins en hann endaði leikinn með 25 stig og 12 fráköst. Cleveland vann 16 leiki í marsmánuði og varð aðeins sjötta liðið í sögu deildarinnar sem nær að vinna svo marga leiki í einum mánuði. Richard Hamilton skoraði 13 stig fyrir Detroit og Allen Iverson var með 11 stig. Charlotte Bobcats vann 94-84 sigur á Los Angeles Lakers og vann því báða leiki liðanna á tímabilinu. Þetta var annar tapleikur Lakers-liðsins í röð sem virðist henta illa að spila á móti Charlotte sem hefur unnið 6 af síðustu 7 leikjum liðanna. Raymond Felton skoraði 16 stig fyrir Charlotte en Kobe Bryant var með 25 stig hjá Lakers. Kobe hitti þó aðeins úr 11 af 28 skotum sínum. Portland Trail Blazers hitti frábærlega í 125-104 sigri á Utah Jazz en alls fóru 61,1 prósent skota liðsins rétta leið. LaMarcus Aldridge var með 26 stig og Brandon Roy skoraði 25 stig og gaf 11 stoðsendingar. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 20 stig en hann var rekinn út úr húsi um miðjan þriðja leikhluta. Kevin Durant skoraði 31 stig í 96-95 sigri Oklahoma City Thunder á San Antonio Spurs. Þetta var annar sigur Oklahoma á San Antonio í mars. Russell Westbrook átti fínan leik eins og Durant en hann var með 16 stig og 10 stoðsendingar. Carmelo Anthony var með 29 stig í 111-104 sigri Denver Nuggets á New York Knicks en með sigrinum tryggði Denver sér sæti í úrslitakeppninni. Sigur Denver og tap San Antonio þýddi líka að liðið er komið upp í 2. sætið í Vesturdeildinni. Nate Robinson var stigahæstur hjá New York með 30 stig. Rasual Butler tryggði New Orleans Hornets 111-110 sigur á Sacramento Kings með því að skora þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. David West skoraði 40 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 15 stig og 15 stoðsendingar. Andres Nocioni var með 23 stig fyrir Kings. Andre Iguodala skoraði 19 stig og Andre Miller var með 18 stig og 10 stoðsendingar í 98-85 sigri Philadelphia 76ers á Atlanta Hawks. Josh Smith skoraði 33 stig fyrir Atlanta en hann hitti úr 13 af 15 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers vann mikilvægan 107-105 sigur á Chicago Bulls í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina austan megin. T.J. Ford skoraði lykilkörfu í lokin og endaði með 22 stig og 9 stoðsendingar en Danny Granger var stigahæstur hjá Indiana með 31 stig. Derrick Rose skoraði 24 stig fyrir Bulls. Josh Howard kom til baka eftir meiðsli (11 leikir frá) og var með 14 stig og 6 fráköst á 22 mínútum í 108-88 sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Jason Terry var stigahæstur hjá Dallas með 21 stig og Jason Kidd bætti við 8 stigum og 13 stoðsendingum en með þessum sigri náði Dallas fjögurra leikja forskoti á Phoenix í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina vestan megin. Kevin Love var með 23 stig og 12 fráköst hjá Minnesota. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
LeBron James sá til þess að Cleveland vann sinn þrettánda leik í röð í NBA-deildinni í nótt en Kobe Bryant gat ekki komið í veg fyrir að Los Angeles Lakers tapaði sínum öðrum leik í röð. Cleveland er því komið með gott forskot á Lakers í baráttunni um besta árangurinn í allir NBA-deildinni og þar með heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Cleveland vann 36. heimaleik vetrarins (í 37 leikjum) þegar liðið lagði Detroit að velli, 79-73 í hörkuleik. LeBron James skoraði tvisvar sinnum körfu og fékk víti að auki á lokamínútum leiksins en hann endaði leikinn með 25 stig og 12 fráköst. Cleveland vann 16 leiki í marsmánuði og varð aðeins sjötta liðið í sögu deildarinnar sem nær að vinna svo marga leiki í einum mánuði. Richard Hamilton skoraði 13 stig fyrir Detroit og Allen Iverson var með 11 stig. Charlotte Bobcats vann 94-84 sigur á Los Angeles Lakers og vann því báða leiki liðanna á tímabilinu. Þetta var annar tapleikur Lakers-liðsins í röð sem virðist henta illa að spila á móti Charlotte sem hefur unnið 6 af síðustu 7 leikjum liðanna. Raymond Felton skoraði 16 stig fyrir Charlotte en Kobe Bryant var með 25 stig hjá Lakers. Kobe hitti þó aðeins úr 11 af 28 skotum sínum. Portland Trail Blazers hitti frábærlega í 125-104 sigri á Utah Jazz en alls fóru 61,1 prósent skota liðsins rétta leið. LaMarcus Aldridge var með 26 stig og Brandon Roy skoraði 25 stig og gaf 11 stoðsendingar. Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 20 stig en hann var rekinn út úr húsi um miðjan þriðja leikhluta. Kevin Durant skoraði 31 stig í 96-95 sigri Oklahoma City Thunder á San Antonio Spurs. Þetta var annar sigur Oklahoma á San Antonio í mars. Russell Westbrook átti fínan leik eins og Durant en hann var með 16 stig og 10 stoðsendingar. Carmelo Anthony var með 29 stig í 111-104 sigri Denver Nuggets á New York Knicks en með sigrinum tryggði Denver sér sæti í úrslitakeppninni. Sigur Denver og tap San Antonio þýddi líka að liðið er komið upp í 2. sætið í Vesturdeildinni. Nate Robinson var stigahæstur hjá New York með 30 stig. Rasual Butler tryggði New Orleans Hornets 111-110 sigur á Sacramento Kings með því að skora þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. David West skoraði 40 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 15 stig og 15 stoðsendingar. Andres Nocioni var með 23 stig fyrir Kings. Andre Iguodala skoraði 19 stig og Andre Miller var með 18 stig og 10 stoðsendingar í 98-85 sigri Philadelphia 76ers á Atlanta Hawks. Josh Smith skoraði 33 stig fyrir Atlanta en hann hitti úr 13 af 15 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers vann mikilvægan 107-105 sigur á Chicago Bulls í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina austan megin. T.J. Ford skoraði lykilkörfu í lokin og endaði með 22 stig og 9 stoðsendingar en Danny Granger var stigahæstur hjá Indiana með 31 stig. Derrick Rose skoraði 24 stig fyrir Bulls. Josh Howard kom til baka eftir meiðsli (11 leikir frá) og var með 14 stig og 6 fráköst á 22 mínútum í 108-88 sigri Dallas Mavericks á Minnesota Timberwolves. Jason Terry var stigahæstur hjá Dallas með 21 stig og Jason Kidd bætti við 8 stigum og 13 stoðsendingum en með þessum sigri náði Dallas fjögurra leikja forskoti á Phoenix í baráttunni um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina vestan megin. Kevin Love var með 23 stig og 12 fráköst hjá Minnesota.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira