Mesti samdráttur í Bretlandi í hálfa öld 24. júlí 2009 12:33 Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að breska hagstofan birti í morgun tölur um landsframleiðslu þar í landi, og kom upp úr dúrnum að hún hafði minnkað um 0,8% að raungildi á öðrum fjórðungi ársins frá þeim fyrsta. Landsframleiðslan hafði þá minnkað um 5,6% frá sama tíma í fyrra. Spár höfðu að meðaltali hljóðað upp á 0,3% samdrátt og töldu sumir greinendur að þessi afleita niðurstaða minnkaði líkur á að hagvöxtur myndi eiga sér stað í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi. Bretland var fyrst stærstu iðnríkjanna að birta þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung ársins, og bíða menn nú milli vonar og ótta eftir því hvernig aðrar tölur frá stærstu hagkerfum heims muni líta út. Markaðir tóku hins vegar tíðindunum nokkuð létt, enda hafa jákvæðir straumar leikið um þá undanfarið. Pundið féll raunar nokkuð í verði á móti Bandaríkjadollar og evru eftir tíðindin. Fallið var hins vegar mildara en ella sakir þess að tíðindin hrukku af hlutabréfamarkaði í London eins og vatn af gæs. Það sem af er degi hefur FTSE100 vísitalan hækkað um 0,6% og er þetta 10 hækkunardagurinn í röð á breskum hlutabréfamarkaði. Er hlutabréfaverð í Bretlandi nú að jafnaði nánast orðið það sama og í upphafi árs eftir snarpa dýfu á fyrsta fjórðungi ársins. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að breska hagstofan birti í morgun tölur um landsframleiðslu þar í landi, og kom upp úr dúrnum að hún hafði minnkað um 0,8% að raungildi á öðrum fjórðungi ársins frá þeim fyrsta. Landsframleiðslan hafði þá minnkað um 5,6% frá sama tíma í fyrra. Spár höfðu að meðaltali hljóðað upp á 0,3% samdrátt og töldu sumir greinendur að þessi afleita niðurstaða minnkaði líkur á að hagvöxtur myndi eiga sér stað í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi. Bretland var fyrst stærstu iðnríkjanna að birta þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung ársins, og bíða menn nú milli vonar og ótta eftir því hvernig aðrar tölur frá stærstu hagkerfum heims muni líta út. Markaðir tóku hins vegar tíðindunum nokkuð létt, enda hafa jákvæðir straumar leikið um þá undanfarið. Pundið féll raunar nokkuð í verði á móti Bandaríkjadollar og evru eftir tíðindin. Fallið var hins vegar mildara en ella sakir þess að tíðindin hrukku af hlutabréfamarkaði í London eins og vatn af gæs. Það sem af er degi hefur FTSE100 vísitalan hækkað um 0,6% og er þetta 10 hækkunardagurinn í röð á breskum hlutabréfamarkaði. Er hlutabréfaverð í Bretlandi nú að jafnaði nánast orðið það sama og í upphafi árs eftir snarpa dýfu á fyrsta fjórðungi ársins.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira