Barrichello vill sigur á heimavelli 16. október 2009 09:28 Rubens Barrichello langar í sigur á heimavelli, en hann hefur aðeins einu sinni komist á verðlaunapalli í mótinu á Interlagos. Rubens Barrichello keppir á heimavelli í Brasilíu um helgina og er einn þriggja ökumanna sem á möguleik á meistaratitilinum. Keppinautar hans eru Sebastian Vettel og Jenson Button, sem gæti tryggt titilinn á sunnudaginn með góðum árangri. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello þegar tveimur mótum er ólokið, en fyrir sigur frást 10 stig. Barrichello mun njóta stuðnings heimamanna, en hann hefur ekki unnið á heimavelli í þau sautján ár sem hann hefur keppt í Formúlu 1. "Ég finn ekki fyrir sérstakri pressu á heimavelli, né heldur að titillinn sé í húfi. Ég vonast til að geta keppt til sigurs á Interlagos brautinni. Mig langar í sigur fyrir framan landa mína", sagði Barrichello í samtali við fréttamenn. Hann ekur á æfingum í dag ásamt keppinautum sínum, en rigningu er spáð alla mótshelgina. Rigning hefur fallið Vettel vel í geð til þessa og gæti hentar Red Bull bíl hans vel, en Brawn menn eru hrifnari af þurri braut. "Það að eiga sjéns á sigri er frábær tilfinning, því þegar ég var hér fyrir ári síðan þá vissi ég ekki hvort mótið væri það síðasta eður ei. Núna er ég í samningaviðræðum við Brawn og Williams og er þakklátur að eiga tækfæri á því að keppa eitt árið enn. Ég mun grípa alla þá jákvæðu orku sem er að finna hjá löndum mínum og nýta hana í keppninni á sunnudaginn", sagði Barrichello. Ítarlega verður fjallað um æfingar dagsins í sérstökum þætti á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 21.00. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Rubens Barrichello keppir á heimavelli í Brasilíu um helgina og er einn þriggja ökumanna sem á möguleik á meistaratitilinum. Keppinautar hans eru Sebastian Vettel og Jenson Button, sem gæti tryggt titilinn á sunnudaginn með góðum árangri. Button er með 14 stiga forskot á Barrichello þegar tveimur mótum er ólokið, en fyrir sigur frást 10 stig. Barrichello mun njóta stuðnings heimamanna, en hann hefur ekki unnið á heimavelli í þau sautján ár sem hann hefur keppt í Formúlu 1. "Ég finn ekki fyrir sérstakri pressu á heimavelli, né heldur að titillinn sé í húfi. Ég vonast til að geta keppt til sigurs á Interlagos brautinni. Mig langar í sigur fyrir framan landa mína", sagði Barrichello í samtali við fréttamenn. Hann ekur á æfingum í dag ásamt keppinautum sínum, en rigningu er spáð alla mótshelgina. Rigning hefur fallið Vettel vel í geð til þessa og gæti hentar Red Bull bíl hans vel, en Brawn menn eru hrifnari af þurri braut. "Það að eiga sjéns á sigri er frábær tilfinning, því þegar ég var hér fyrir ári síðan þá vissi ég ekki hvort mótið væri það síðasta eður ei. Núna er ég í samningaviðræðum við Brawn og Williams og er þakklátur að eiga tækfæri á því að keppa eitt árið enn. Ég mun grípa alla þá jákvæðu orku sem er að finna hjá löndum mínum og nýta hana í keppninni á sunnudaginn", sagði Barrichello. Ítarlega verður fjallað um æfingar dagsins í sérstökum þætti á Stöð 2 Sport í kvöld kl. 21.00. Sjá brautarlýsingu frá Interlagos
Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira