Sex milljón króna sigur 28. maí 2009 16:19 George Karl var ekki hrifinn af dómgæslunni í nótt Nordic Photos/Getty Images Leikmenn Denver Nuggets voru mjög ósáttir við dómgæsluna í nótt sem leið þegar þeir töpuðu 103-94 fyrir LA Lakers í fimmta leik liðanna í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar í NBA. Með sigrinum komst Lakers-liðið í 3-2 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum annað árið í röð með sigri í Denver í næsta leik. Phil Jackson þjálfari LA Lakers gagnrýndi dómara harðlega eftir fjórða leikinn í Denver og uppskar ríflega þriggja milljóna króna sekt. Félagið var einnig dæmt til að greiða sömu upphæð og því þurftu Lakers-menn að borga rúmar sex milljónir króna fyrir gagnrýni sína. Ónefndur leikmaður Denver var að sama skapi hundfúll með dómgæsluna í fimmta leiknum í nótt og sagði að Lakers-liðið hefði keypt sér sigur með sektunum. "Þeir borguðu sex milljónir fyrir sigur í fimmta leiknum. Þeir fengu sannarlega mikið fyrir peninginn," sagði leikmaðurinn í samtali við Denver Post, en vildi eðlilega ekki láta nafns síns getið. Það verður reyndar að segjast alveg eins og er að dómgæslan í leiknum í nótt var á köflum nokkuð undarleg, en það var alls ekki í fyrsta skipti sem dómararnir eru í aðalhlutverki í þessari úrslitakeppni. Phil Jackson var reyndar spurður að því fyrir fimmta leikinn hvort hann hefði verið að planta fræjum í höfuðið á dómurum með gagnrýni sinni eftir fjórða leikinn, en hann sló spurningunni upp í grín. "Ég er garðyrkjumaður. Mér finnst gaman að planta fræjum og er alltaf að því," sagði Jackson. George Karl, þjálfari Denver, var ekki í vafa þegar hann var spurður um sína skoðun á málinu. "Mér fannst dómararnir flauta með þeim," sagði Karl. "Það er mikil gremja í okkar herbúðum." Sjötti leikur liðanna er í Denver annað kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport um klukkan eitt. NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Leikmenn Denver Nuggets voru mjög ósáttir við dómgæsluna í nótt sem leið þegar þeir töpuðu 103-94 fyrir LA Lakers í fimmta leik liðanna í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar í NBA. Með sigrinum komst Lakers-liðið í 3-2 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum annað árið í röð með sigri í Denver í næsta leik. Phil Jackson þjálfari LA Lakers gagnrýndi dómara harðlega eftir fjórða leikinn í Denver og uppskar ríflega þriggja milljóna króna sekt. Félagið var einnig dæmt til að greiða sömu upphæð og því þurftu Lakers-menn að borga rúmar sex milljónir króna fyrir gagnrýni sína. Ónefndur leikmaður Denver var að sama skapi hundfúll með dómgæsluna í fimmta leiknum í nótt og sagði að Lakers-liðið hefði keypt sér sigur með sektunum. "Þeir borguðu sex milljónir fyrir sigur í fimmta leiknum. Þeir fengu sannarlega mikið fyrir peninginn," sagði leikmaðurinn í samtali við Denver Post, en vildi eðlilega ekki láta nafns síns getið. Það verður reyndar að segjast alveg eins og er að dómgæslan í leiknum í nótt var á köflum nokkuð undarleg, en það var alls ekki í fyrsta skipti sem dómararnir eru í aðalhlutverki í þessari úrslitakeppni. Phil Jackson var reyndar spurður að því fyrir fimmta leikinn hvort hann hefði verið að planta fræjum í höfuðið á dómurum með gagnrýni sinni eftir fjórða leikinn, en hann sló spurningunni upp í grín. "Ég er garðyrkjumaður. Mér finnst gaman að planta fræjum og er alltaf að því," sagði Jackson. George Karl, þjálfari Denver, var ekki í vafa þegar hann var spurður um sína skoðun á málinu. "Mér fannst dómararnir flauta með þeim," sagði Karl. "Það er mikil gremja í okkar herbúðum." Sjötti leikur liðanna er í Denver annað kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport um klukkan eitt.
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira