Hægir á efnahagsbata í Þýskalandi 14. júlí 2009 10:50 Mynd/AP Væntingavísitala þýskra fjárfesta minnkaði óvænt í júlí sem bendir til þess að það muni taka stærsta hagkerfi í Evrópu lengri tíma að jafna sig en vonir stóðu til. Vísitalan féll úr 44,8 stigum í júní og í 39,5 stig í júlí, en hagfræðingar höfðu spáð því að vísitalan í júlí myndi mælast 47,8 stig. Ríkisstjórn Þýskalands hefur tilkynnt opinberlega að væntanlega muni landsframleiðsla lækka um 6 prósent á þessu ári, sem er mesta lækkun á landsframleiðslu þar í landi síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Vonir stóðu til þess að þýska hagkerfið færi að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika og því komu þessar niðurstöður töluvert á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að iðnaðarframleiðsla jókst um 3,7 prósent milli apríl og maí sem er mesta mánaðarlega aukning iðnaðarframleiðslu í sextán ár. „Við gætum orðið fyrir frekari vonbrigðum á næstu mánuðum, það er veruleg hætta á að draga muni úr hagvexti á árinu 2010," segir Sylvain Broyer, aðalhagfræðingur Natixis í Frankfurt. Væntingavísitala evrópskra fjárfesta lækkaði einnig í júlí. Það var í fyrsta skipti í fjóra mánuði sem vísitalan lækkar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að ríkisstjórnin muni láta 85 milljarða evra, jafnvirði um 15 þúsund milljarða króna, til að koma hagkerfinu af stað á nýjan leik. Stýrivextir evrópska Seðlabankans hafa verið lækkaðir í 1 prósent, sem eru lægstu stýrivextir í sögu bankans, meðal annars með því markmiði að efla fjárfestingu á evrusvæðinu. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Væntingavísitala þýskra fjárfesta minnkaði óvænt í júlí sem bendir til þess að það muni taka stærsta hagkerfi í Evrópu lengri tíma að jafna sig en vonir stóðu til. Vísitalan féll úr 44,8 stigum í júní og í 39,5 stig í júlí, en hagfræðingar höfðu spáð því að vísitalan í júlí myndi mælast 47,8 stig. Ríkisstjórn Þýskalands hefur tilkynnt opinberlega að væntanlega muni landsframleiðsla lækka um 6 prósent á þessu ári, sem er mesta lækkun á landsframleiðslu þar í landi síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Vonir stóðu til þess að þýska hagkerfið færi að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika og því komu þessar niðurstöður töluvert á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að iðnaðarframleiðsla jókst um 3,7 prósent milli apríl og maí sem er mesta mánaðarlega aukning iðnaðarframleiðslu í sextán ár. „Við gætum orðið fyrir frekari vonbrigðum á næstu mánuðum, það er veruleg hætta á að draga muni úr hagvexti á árinu 2010," segir Sylvain Broyer, aðalhagfræðingur Natixis í Frankfurt. Væntingavísitala evrópskra fjárfesta lækkaði einnig í júlí. Það var í fyrsta skipti í fjóra mánuði sem vísitalan lækkar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að ríkisstjórnin muni láta 85 milljarða evra, jafnvirði um 15 þúsund milljarða króna, til að koma hagkerfinu af stað á nýjan leik. Stýrivextir evrópska Seðlabankans hafa verið lækkaðir í 1 prósent, sem eru lægstu stýrivextir í sögu bankans, meðal annars með því markmiði að efla fjárfestingu á evrusvæðinu.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira