Samið um skuldir West Ham, Straumur leggur til milljarð 22. nóvember 2009 12:05 CB Holding hefur endursamið um skuldir við lánadrottna enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham og er fjárhagur félagsins nú kominn á traustari grundvöll en hann var. Straumur, meirihlutaeigandi CB Holding, lagði fram 5 milljónir punda, eða rúmlega milljarð kr. Í nýju fé til West Ham. Í ítarlegri umfjöllun um málefni West Ham í blaðinu Telegraph segir að bankarnir sem samið var við um skuldirnar hafi krafist þess að Straumur legði fram fyrrgreinda upphæð til að sýna góðan vilja sinn "goodwill" í garð lánadrottnanna. Eftir samkomulagið standa skuldir West Ham nú í 38 milljónum punda og eru taldar vel viðráðanlegar í ljósi þess að West Ham veltir í kringum 90 milljónum punda á ári. Hvað hugsanlega sölu á West Ham varðar er búið að ræða við a.m.k. þrjá aðila. Einn þeir er David Sullivan fyrrum eigandi Birmingham og David Gold viðskiptafélagi hans. Annar er Tony Fernandes fjárfestir í Malasíu og sá þriðji er hópur fjárfesta undir merkjum Intermarket Group. Fernandes er stofnandi Air Asia og mikill stuðningsmaður West Ham. Hann þykir hafa komist næst því að kaupa West Ham og var málið raunar komið svo langt á tímabili að hann var kynntur fyrir Giancarlo Zola framkvæmdastjóra félagsins. Andrew Bernhardt stjórnarformaður West Ham flaug til Kuala Lumpur fyrr í ár til að ganga frá kaupunum en þau strönduðu á ósamkomulagi um kaupverðið. Fernandes hefur þó enn áhuga og hefur verið í sambandi við Bernhardt síðan. Ekki er talin vera eins mikill áhugi að baki áformum hinna tveggja aðilanna á að kaupa West Ham. Raunar greindi Fréttastofa frá því nýlega að Sullivan vildi fá 50% hlut í West Ham að gjöf gegn því að setja 40 milljónir punda í nýju fé í rekstur félagsins. Talið er að Sullivan og Gold annarsvegar og Intermarket Group hafi talið að staða West Ham væri verri en hún er í rauninni og að þeir gætu því fengið félgið fyrir slikk. Þeir hafi í raun talið að Bernhard væri að "blöffa" þá, svo gripið sé til pókermáls. Telegraph segir að ástæða sé til þess að halda að það hafi Bernhard ekki verið að gera. Blaðið tekur fram að Straumur hafi verið að rétta úr kútnum á síðustu mánuðum og að sú þróun hjálpi West Ham. Ef Straumur væri neyddur til að selja West Ham hefði sú sala farið fram fyrir löngu. Straumur sé að endurskipuleggja rekstur sinn á Íslandi og von sé til að bankinn komist brátt úr greiðslustöðvun. Áframhaldandi viðræður við kröfuhafa eru til merkis um það og allar líkur á að greiðslustöðvunin verði framlengd í desember. Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
CB Holding hefur endursamið um skuldir við lánadrottna enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham og er fjárhagur félagsins nú kominn á traustari grundvöll en hann var. Straumur, meirihlutaeigandi CB Holding, lagði fram 5 milljónir punda, eða rúmlega milljarð kr. Í nýju fé til West Ham. Í ítarlegri umfjöllun um málefni West Ham í blaðinu Telegraph segir að bankarnir sem samið var við um skuldirnar hafi krafist þess að Straumur legði fram fyrrgreinda upphæð til að sýna góðan vilja sinn "goodwill" í garð lánadrottnanna. Eftir samkomulagið standa skuldir West Ham nú í 38 milljónum punda og eru taldar vel viðráðanlegar í ljósi þess að West Ham veltir í kringum 90 milljónum punda á ári. Hvað hugsanlega sölu á West Ham varðar er búið að ræða við a.m.k. þrjá aðila. Einn þeir er David Sullivan fyrrum eigandi Birmingham og David Gold viðskiptafélagi hans. Annar er Tony Fernandes fjárfestir í Malasíu og sá þriðji er hópur fjárfesta undir merkjum Intermarket Group. Fernandes er stofnandi Air Asia og mikill stuðningsmaður West Ham. Hann þykir hafa komist næst því að kaupa West Ham og var málið raunar komið svo langt á tímabili að hann var kynntur fyrir Giancarlo Zola framkvæmdastjóra félagsins. Andrew Bernhardt stjórnarformaður West Ham flaug til Kuala Lumpur fyrr í ár til að ganga frá kaupunum en þau strönduðu á ósamkomulagi um kaupverðið. Fernandes hefur þó enn áhuga og hefur verið í sambandi við Bernhardt síðan. Ekki er talin vera eins mikill áhugi að baki áformum hinna tveggja aðilanna á að kaupa West Ham. Raunar greindi Fréttastofa frá því nýlega að Sullivan vildi fá 50% hlut í West Ham að gjöf gegn því að setja 40 milljónir punda í nýju fé í rekstur félagsins. Talið er að Sullivan og Gold annarsvegar og Intermarket Group hafi talið að staða West Ham væri verri en hún er í rauninni og að þeir gætu því fengið félgið fyrir slikk. Þeir hafi í raun talið að Bernhard væri að "blöffa" þá, svo gripið sé til pókermáls. Telegraph segir að ástæða sé til þess að halda að það hafi Bernhard ekki verið að gera. Blaðið tekur fram að Straumur hafi verið að rétta úr kútnum á síðustu mánuðum og að sú þróun hjálpi West Ham. Ef Straumur væri neyddur til að selja West Ham hefði sú sala farið fram fyrir löngu. Straumur sé að endurskipuleggja rekstur sinn á Íslandi og von sé til að bankinn komist brátt úr greiðslustöðvun. Áframhaldandi viðræður við kröfuhafa eru til merkis um það og allar líkur á að greiðslustöðvunin verði framlengd í desember.
Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira