Seðlabanki sakaður um að þvinga banka saman 26. júní 2009 06:00 Kenneth Lewis, bankastjóri Bank of America, lýsti sinni hlið málsins er varða kaupin á Merrill Lynch fyrir eftirlitsnefndinni fyrr í mánuðinum. Mynd/AFP Bandaríski seðlabankinn er sakaður um að hafa setið á upplýsingum um bága fjárhagsstöðu bandaríska fjárfestingarbankans Merrill Lynch þegar samþykkt var að selja hann í miklum hremmingum á fjármálamörkuðum til Bank of America í september á síðasta ári. Bankastjórn seðlabankans er sömuleiðis sökuð um að hafa ekki upplýst fjármálaeftirlitið um gang og stöðu mála. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir að þegar viðskiptin voru við það að ganga í gegn í fyrrahaust hafi taprekstur Merrill Lynch komið bankastjórn Bank of America á óvart. Þá segist blaðið hafa heimildir fyrir því að Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, hafi viljað rifta samningum en Ben Bernanke og Henry Paulson, þáverandi fjármálaráðherra, þrýst á að þau gengju í gegn, jafnvel hótað því að Lewis yrði sparkað. Sömu helgi og viðskiptin voru samþykkt neituðu stjórnvöld vestan hafs að styðja við bakið á fjárfestingabankanum Lehman Brothers. Hann varð gjaldþrota og dró fjármálakerfi heimsins með sér í fallinu, þar á meðal hér. Bank of America fékk gríðarháa meðgjöf með bankakaupunum en varð að leita í neyðarsjóði hins opinbera þegar eitureignir og taprekstur Merrill Lynch tóku að smita út frá sér á undir lok síðasta árs. Bernanke var kallaður fyrir þingnefnd neðri deildar bandaríska þingsins vegna málsins í gær. Hann sagðist hafa unnið að sameiningu bankanna af heilindum og þverneitaði að hafa beitt þrýstingi í málinu. Henry Paulson, þáverandi fjármálaráðherra, sem stýrði bankasamrunanum í fyrravetur, hefur verið boðaður fyrir þingnefndina í næstu viku. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski seðlabankinn er sakaður um að hafa setið á upplýsingum um bága fjárhagsstöðu bandaríska fjárfestingarbankans Merrill Lynch þegar samþykkt var að selja hann í miklum hremmingum á fjármálamörkuðum til Bank of America í september á síðasta ári. Bankastjórn seðlabankans er sömuleiðis sökuð um að hafa ekki upplýst fjármálaeftirlitið um gang og stöðu mála. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir að þegar viðskiptin voru við það að ganga í gegn í fyrrahaust hafi taprekstur Merrill Lynch komið bankastjórn Bank of America á óvart. Þá segist blaðið hafa heimildir fyrir því að Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, hafi viljað rifta samningum en Ben Bernanke og Henry Paulson, þáverandi fjármálaráðherra, þrýst á að þau gengju í gegn, jafnvel hótað því að Lewis yrði sparkað. Sömu helgi og viðskiptin voru samþykkt neituðu stjórnvöld vestan hafs að styðja við bakið á fjárfestingabankanum Lehman Brothers. Hann varð gjaldþrota og dró fjármálakerfi heimsins með sér í fallinu, þar á meðal hér. Bank of America fékk gríðarháa meðgjöf með bankakaupunum en varð að leita í neyðarsjóði hins opinbera þegar eitureignir og taprekstur Merrill Lynch tóku að smita út frá sér á undir lok síðasta árs. Bernanke var kallaður fyrir þingnefnd neðri deildar bandaríska þingsins vegna málsins í gær. Hann sagðist hafa unnið að sameiningu bankanna af heilindum og þverneitaði að hafa beitt þrýstingi í málinu. Henry Paulson, þáverandi fjármálaráðherra, sem stýrði bankasamrunanum í fyrravetur, hefur verið boðaður fyrir þingnefndina í næstu viku.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira