Seðlabanki sakaður um að þvinga banka saman 26. júní 2009 06:00 Kenneth Lewis, bankastjóri Bank of America, lýsti sinni hlið málsins er varða kaupin á Merrill Lynch fyrir eftirlitsnefndinni fyrr í mánuðinum. Mynd/AFP Bandaríski seðlabankinn er sakaður um að hafa setið á upplýsingum um bága fjárhagsstöðu bandaríska fjárfestingarbankans Merrill Lynch þegar samþykkt var að selja hann í miklum hremmingum á fjármálamörkuðum til Bank of America í september á síðasta ári. Bankastjórn seðlabankans er sömuleiðis sökuð um að hafa ekki upplýst fjármálaeftirlitið um gang og stöðu mála. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir að þegar viðskiptin voru við það að ganga í gegn í fyrrahaust hafi taprekstur Merrill Lynch komið bankastjórn Bank of America á óvart. Þá segist blaðið hafa heimildir fyrir því að Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, hafi viljað rifta samningum en Ben Bernanke og Henry Paulson, þáverandi fjármálaráðherra, þrýst á að þau gengju í gegn, jafnvel hótað því að Lewis yrði sparkað. Sömu helgi og viðskiptin voru samþykkt neituðu stjórnvöld vestan hafs að styðja við bakið á fjárfestingabankanum Lehman Brothers. Hann varð gjaldþrota og dró fjármálakerfi heimsins með sér í fallinu, þar á meðal hér. Bank of America fékk gríðarháa meðgjöf með bankakaupunum en varð að leita í neyðarsjóði hins opinbera þegar eitureignir og taprekstur Merrill Lynch tóku að smita út frá sér á undir lok síðasta árs. Bernanke var kallaður fyrir þingnefnd neðri deildar bandaríska þingsins vegna málsins í gær. Hann sagðist hafa unnið að sameiningu bankanna af heilindum og þverneitaði að hafa beitt þrýstingi í málinu. Henry Paulson, þáverandi fjármálaráðherra, sem stýrði bankasamrunanum í fyrravetur, hefur verið boðaður fyrir þingnefndina í næstu viku. Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski seðlabankinn er sakaður um að hafa setið á upplýsingum um bága fjárhagsstöðu bandaríska fjárfestingarbankans Merrill Lynch þegar samþykkt var að selja hann í miklum hremmingum á fjármálamörkuðum til Bank of America í september á síðasta ári. Bankastjórn seðlabankans er sömuleiðis sökuð um að hafa ekki upplýst fjármálaeftirlitið um gang og stöðu mála. Bandaríska dagblaðið Washington Post segir að þegar viðskiptin voru við það að ganga í gegn í fyrrahaust hafi taprekstur Merrill Lynch komið bankastjórn Bank of America á óvart. Þá segist blaðið hafa heimildir fyrir því að Kenneth Lewis, forstjóri Bank of America, hafi viljað rifta samningum en Ben Bernanke og Henry Paulson, þáverandi fjármálaráðherra, þrýst á að þau gengju í gegn, jafnvel hótað því að Lewis yrði sparkað. Sömu helgi og viðskiptin voru samþykkt neituðu stjórnvöld vestan hafs að styðja við bakið á fjárfestingabankanum Lehman Brothers. Hann varð gjaldþrota og dró fjármálakerfi heimsins með sér í fallinu, þar á meðal hér. Bank of America fékk gríðarháa meðgjöf með bankakaupunum en varð að leita í neyðarsjóði hins opinbera þegar eitureignir og taprekstur Merrill Lynch tóku að smita út frá sér á undir lok síðasta árs. Bernanke var kallaður fyrir þingnefnd neðri deildar bandaríska þingsins vegna málsins í gær. Hann sagðist hafa unnið að sameiningu bankanna af heilindum og þverneitaði að hafa beitt þrýstingi í málinu. Henry Paulson, þáverandi fjármálaráðherra, sem stýrði bankasamrunanum í fyrravetur, hefur verið boðaður fyrir þingnefndina í næstu viku.
Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira