Hæstu bónusgreiðslur í 140 ára sögu Goldman Sachs 21. júní 2009 14:04 Starfsfólk fjárfestingarbankans Goldman Sachs sér fram á að í ár fái það hæstu launabónusgreiðslur í 140 ára sögu bankans. Og það er fjármálakreppan sem gerir þetta að verkum, merkilegt nokk. Í frétt um málið í blaðinu The Guardian segir að starfsfólk Goldman Sachs sé trúlega ekki þeir einu sem fái metbónusa í ár. „Það lítur út fyrir að árið í ár verði það besta í sögunni fyrir fjárfestingabanka, það er þeirra sem komust minnst laskaðir út úr fjármálakreppunni," segir David Williams greinandi hjá Fox Pitt Kelton. Og helsta ástæðan fyrir þessu er fjármálakreppan sjálf. „Þessir bankar eru milliliðirnir á skuldabréfamarkaðinum þar sem ríkisstjórnir og fyrirtæki afla sér milljarða í nýju lánsfé," segir David Williams. „Þar að auki er skortur á samkeppni sem þýðir að þessir bankar geta fengið gífurlegar upphæðir fyrir þjónustu sína." Goldman Sachs er stærsti einstaki aðilinn sem á í viðskiptum með bandarísk ríkisskuldabréf en útgáfa á þeim hefur aldrei verið meiri í sögunni eins og kunnugt er. Bara á þeim markaði er talið að hagnaður bankans sé talinn í hundruðum milljóna dollara. Goldman Sachs leggur fram uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í næstu viku og flestir gera ráð fyrir að bankinn muni sína mikinn hagnað á tímabilinu. Og þess má geta að Goldman Sachs varð fyrir töluverðu höggi í kreppunni á síðasta ári en án þess að fara á hliðina. Og síðan kom ofurfjárfestirinn Warren Buffet til sögunnar í janúar og keypti hlutabréf í bankanum fyrir 5 milljarða dollara. Buffet hefur þegar hagnast um milljarð dollara, eða 128 milljarða kr., á þeirri fjárfestingu. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Starfsfólk fjárfestingarbankans Goldman Sachs sér fram á að í ár fái það hæstu launabónusgreiðslur í 140 ára sögu bankans. Og það er fjármálakreppan sem gerir þetta að verkum, merkilegt nokk. Í frétt um málið í blaðinu The Guardian segir að starfsfólk Goldman Sachs sé trúlega ekki þeir einu sem fái metbónusa í ár. „Það lítur út fyrir að árið í ár verði það besta í sögunni fyrir fjárfestingabanka, það er þeirra sem komust minnst laskaðir út úr fjármálakreppunni," segir David Williams greinandi hjá Fox Pitt Kelton. Og helsta ástæðan fyrir þessu er fjármálakreppan sjálf. „Þessir bankar eru milliliðirnir á skuldabréfamarkaðinum þar sem ríkisstjórnir og fyrirtæki afla sér milljarða í nýju lánsfé," segir David Williams. „Þar að auki er skortur á samkeppni sem þýðir að þessir bankar geta fengið gífurlegar upphæðir fyrir þjónustu sína." Goldman Sachs er stærsti einstaki aðilinn sem á í viðskiptum með bandarísk ríkisskuldabréf en útgáfa á þeim hefur aldrei verið meiri í sögunni eins og kunnugt er. Bara á þeim markaði er talið að hagnaður bankans sé talinn í hundruðum milljóna dollara. Goldman Sachs leggur fram uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung í næstu viku og flestir gera ráð fyrir að bankinn muni sína mikinn hagnað á tímabilinu. Og þess má geta að Goldman Sachs varð fyrir töluverðu höggi í kreppunni á síðasta ári en án þess að fara á hliðina. Og síðan kom ofurfjárfestirinn Warren Buffet til sögunnar í janúar og keypti hlutabréf í bankanum fyrir 5 milljarða dollara. Buffet hefur þegar hagnast um milljarð dollara, eða 128 milljarða kr., á þeirri fjárfestingu.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira