Gamansögur kreppunnar Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 10. febrúar 2009 06:00 Hvernig er stemningin heima?" spurði félagi minn mig um daginn en sá hinn sami hefur verið við nám erlendis undanfarin misseri. Bara prýðileg, svaraði ég og setti broskarl fyrir aftan þá fullyrðingu, svona til að leggja enn frekari áherslu á orð mín en án árangurs. Hann fór að spyrja um ástandið. Vitanlega neyddist ég til að segja honum að kreppunöldur tröllriði hér öllu. Svo þungt væri yfir landi og lýð að svo virtist sem Þorvaldur Gylfason væri orðinn boðberi bjartsýni hér á landi. Enginn virtist ósnortinn af ástandinu og jafnvel virtist sem sumir hefðu smitast af fórnarlambablæti Björgólfs Guðmundssonar. En fátt væri svo með öllu illt að ekki boðaði eitthvað gott. Í raun hefðu samræður og samskipti aldrei verið kómískari og einmitt núna. Án kreppunnar hefði ég aldrei orðið þess aðnjótandi að heyra skýringar Ingva Hrafns á því hvers vegna nýja ríkisstjórnin sé ómöguleg, honum þyki Ögmundur nefnilega algjör kommúnisti og Jóhanna ógisslega leiðinleg. Áhyggjuorð Bjarna Ben um að ríkisstjórnarviðræður Vinstri grænna hefðu tafið framgang mikilvægra málefna hljóma enn sem tónlist í eyrum þeirra sem vita að sjálfstæðismönnum þótti liggja mest á að leggja enn eitt frumvarpið eftir Sigurð Kára um breytingar á áfengislöggjöf eftir jólafrí. Skammir ungs sjálfstæðisfólks yfir óheftu tjáningarfrelsi listamanna hafa líka talsvert skemmtanagildi. Bréf seðlabankastjóra og skammir yfir rangri notkun á bréfsefni voru svo kærkomin viðbót ofan á allt annað auk dramatískra frásagna af píslum Ólafs Klemenssonar, alþýðuhetju íhaldsins, í baráttu við djöfulóða mótmælendur. Reyndar kysu samt vinstri sinnaðar mæður að hræða börn sín með frásögnum af Óla. Sagnahefðin væri við góða heilsu hér á landi sem endranær. Skemmtunin sem vandræðaleg fyrstu skref sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu hafa vakið með mér varð þó svolítið tragíkómísk þegar sonur minn á sjötta ári útlistaði skoðanir sínar á landspólitíkinni fyrir mér um helgina. „Mamma, ég vil að gamla ríkisstjórnin komi aftur og að Davíð stjórni alltaf." Við þessi orð drengsins rann þrennt upp fyrir mér. Í fyrsta lagi er augljóst að drengurinn hefur varið miklum tíma með afa sínum í Garðabæ. Í öðru lagi virðist sem sumum sé í blóð borið að elska leiðtogann. Og í þriðja lagi sá ég að jafnvel lítil börn átta sig á því að í raun hefur Davíð aldrei farið frá völdum hér á landi og virðist ekki ætla að gera það í bráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Hvernig er stemningin heima?" spurði félagi minn mig um daginn en sá hinn sami hefur verið við nám erlendis undanfarin misseri. Bara prýðileg, svaraði ég og setti broskarl fyrir aftan þá fullyrðingu, svona til að leggja enn frekari áherslu á orð mín en án árangurs. Hann fór að spyrja um ástandið. Vitanlega neyddist ég til að segja honum að kreppunöldur tröllriði hér öllu. Svo þungt væri yfir landi og lýð að svo virtist sem Þorvaldur Gylfason væri orðinn boðberi bjartsýni hér á landi. Enginn virtist ósnortinn af ástandinu og jafnvel virtist sem sumir hefðu smitast af fórnarlambablæti Björgólfs Guðmundssonar. En fátt væri svo með öllu illt að ekki boðaði eitthvað gott. Í raun hefðu samræður og samskipti aldrei verið kómískari og einmitt núna. Án kreppunnar hefði ég aldrei orðið þess aðnjótandi að heyra skýringar Ingva Hrafns á því hvers vegna nýja ríkisstjórnin sé ómöguleg, honum þyki Ögmundur nefnilega algjör kommúnisti og Jóhanna ógisslega leiðinleg. Áhyggjuorð Bjarna Ben um að ríkisstjórnarviðræður Vinstri grænna hefðu tafið framgang mikilvægra málefna hljóma enn sem tónlist í eyrum þeirra sem vita að sjálfstæðismönnum þótti liggja mest á að leggja enn eitt frumvarpið eftir Sigurð Kára um breytingar á áfengislöggjöf eftir jólafrí. Skammir ungs sjálfstæðisfólks yfir óheftu tjáningarfrelsi listamanna hafa líka talsvert skemmtanagildi. Bréf seðlabankastjóra og skammir yfir rangri notkun á bréfsefni voru svo kærkomin viðbót ofan á allt annað auk dramatískra frásagna af píslum Ólafs Klemenssonar, alþýðuhetju íhaldsins, í baráttu við djöfulóða mótmælendur. Reyndar kysu samt vinstri sinnaðar mæður að hræða börn sín með frásögnum af Óla. Sagnahefðin væri við góða heilsu hér á landi sem endranær. Skemmtunin sem vandræðaleg fyrstu skref sjálfstæðismanna í stjórnarandstöðu hafa vakið með mér varð þó svolítið tragíkómísk þegar sonur minn á sjötta ári útlistaði skoðanir sínar á landspólitíkinni fyrir mér um helgina. „Mamma, ég vil að gamla ríkisstjórnin komi aftur og að Davíð stjórni alltaf." Við þessi orð drengsins rann þrennt upp fyrir mér. Í fyrsta lagi er augljóst að drengurinn hefur varið miklum tíma með afa sínum í Garðabæ. Í öðru lagi virðist sem sumum sé í blóð borið að elska leiðtogann. Og í þriðja lagi sá ég að jafnvel lítil börn átta sig á því að í raun hefur Davíð aldrei farið frá völdum hér á landi og virðist ekki ætla að gera það í bráð.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun