Liverpool og Chelsea unnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2009 19:45 Didier Drogba fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Liverpool og Chelsea unnu bæði sína leiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Yossi Benayoun tryggði Liverpool kærkominn sigur á Real Madrid á útivelli með laglegu skallamarki á 82. mínútu. Didier Drogba reyndist hetja Chelsea er vann 1-0 sigur á Juventus. Þá vann Bayern München 5-0 stórsigur á Sporting Lissabon og það í Portúgal. Panathinaikos náði einnig góðum úrslitum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Villarreal á Spáni. Real Madrid - Liverpool 0-1 0-1 Yossi Benayoun (82.) Steven Gerrard var ekki í byrjunarliði Liverpool en Xabi Alonso var í byrjunarliðinu eftir að hafa tekið út leikbann. Dirk Kuyt og Fernando Torres voru í fremstu víglínu. Hjá Real Madrid var gerð ein breyting frá síðasta leik. Arjen Robben kom inn fyrir Klaas-Jan Huntelaar sem er ekki gjaldgengur með Real Madrid í Meistaradeildinni. Heimamenn byrjuðu betur en það voru leikmenn Liverpool, þeir Torres og Yossi Benayoun, sem fengu hættulegri færin framan af. Iker Casillas var hins vegar vel á verði í bæði skiptin. Gonzalo Higuain skoraði svo mark á 30. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks átti svo Xabi Alonso ævintýralega skottilraun er hann reyndi að skora frá eigin vallarhelmingi. Skotið var gott en Casillas sá við honum. Síðari hálfleikur var talsvert rólegri en sá fyrri. Eitt hættulegasta færið fékk Arjen Robben á 71. mínútu er hann átti gott skot að marki sem Pepe Reina varði vel. Þegar skammt var til leiksloka brast þó ísinn loksins. Gabriel Heinze gerði sig sekan er hann handlék knöttinn á hættulegu svæði. Fabio Aurelio tók aukaspyrnuna og rataði hún beint á kollinn á Benayoun sem stýrði knettinum í netið með hörkuskalla sem Casillas átti ekki möguleika á. Chelsea - Juventus 1-01-0 Didier Drogba (12.) Ein breyting var gerð á liði Chelsea sem vann Aston Villa um helgina. Ashley Cole kom inn fyrir Paulo Ferreira sem á við meiðsla að stríða. Deco var fjarverandi vegna meiðsla. Hjá Juventus voru gerðar þrjár breytingar frá síðasta leik liðsins. Alessandro Del Piero kom inn fyrir David Trezeguet og þeir Amauri og Olof Mellberg eru í liðinu á kostnað Vincenzo Iaquinta og Zdenek Grygera. Fyrsta mark leiksins kom á tólftu mínútu. Salomon Kalou átti sendingu inn í teig þar sem Frank Lampard var og hann skildi eftir boltann fyrir Didier Drogba sem skoraði með laglegu skoti. Fleiri urðu mörkin ekki þó svo að bæði lið hafi fengið sín tækifæri í leiknum. Mikilvægt mark hjá Drogba en Chelsea á þó erfiðan leik fyrir höndum á Ítalíu. Sporting Lissabon - Bayern München 0-50-1 Franck Ribery (42.) 0-2 Miroslav Klose (57.) 0-3 Franck Ribery, víti (63.) 0-4 Luca Toni (84.)0-5 Luca Toni (90.) Villarreal - Panathinaikos 1-1 0-1 Giorgos Karagounis (59.) 1-1 Giuseppi Rossi, víti (67.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Liverpool og Chelsea unnu bæði sína leiki í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Yossi Benayoun tryggði Liverpool kærkominn sigur á Real Madrid á útivelli með laglegu skallamarki á 82. mínútu. Didier Drogba reyndist hetja Chelsea er vann 1-0 sigur á Juventus. Þá vann Bayern München 5-0 stórsigur á Sporting Lissabon og það í Portúgal. Panathinaikos náði einnig góðum úrslitum er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Villarreal á Spáni. Real Madrid - Liverpool 0-1 0-1 Yossi Benayoun (82.) Steven Gerrard var ekki í byrjunarliði Liverpool en Xabi Alonso var í byrjunarliðinu eftir að hafa tekið út leikbann. Dirk Kuyt og Fernando Torres voru í fremstu víglínu. Hjá Real Madrid var gerð ein breyting frá síðasta leik. Arjen Robben kom inn fyrir Klaas-Jan Huntelaar sem er ekki gjaldgengur með Real Madrid í Meistaradeildinni. Heimamenn byrjuðu betur en það voru leikmenn Liverpool, þeir Torres og Yossi Benayoun, sem fengu hættulegri færin framan af. Iker Casillas var hins vegar vel á verði í bæði skiptin. Gonzalo Higuain skoraði svo mark á 30. mínútu sem var dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok fyrri hálfleiks átti svo Xabi Alonso ævintýralega skottilraun er hann reyndi að skora frá eigin vallarhelmingi. Skotið var gott en Casillas sá við honum. Síðari hálfleikur var talsvert rólegri en sá fyrri. Eitt hættulegasta færið fékk Arjen Robben á 71. mínútu er hann átti gott skot að marki sem Pepe Reina varði vel. Þegar skammt var til leiksloka brast þó ísinn loksins. Gabriel Heinze gerði sig sekan er hann handlék knöttinn á hættulegu svæði. Fabio Aurelio tók aukaspyrnuna og rataði hún beint á kollinn á Benayoun sem stýrði knettinum í netið með hörkuskalla sem Casillas átti ekki möguleika á. Chelsea - Juventus 1-01-0 Didier Drogba (12.) Ein breyting var gerð á liði Chelsea sem vann Aston Villa um helgina. Ashley Cole kom inn fyrir Paulo Ferreira sem á við meiðsla að stríða. Deco var fjarverandi vegna meiðsla. Hjá Juventus voru gerðar þrjár breytingar frá síðasta leik liðsins. Alessandro Del Piero kom inn fyrir David Trezeguet og þeir Amauri og Olof Mellberg eru í liðinu á kostnað Vincenzo Iaquinta og Zdenek Grygera. Fyrsta mark leiksins kom á tólftu mínútu. Salomon Kalou átti sendingu inn í teig þar sem Frank Lampard var og hann skildi eftir boltann fyrir Didier Drogba sem skoraði með laglegu skoti. Fleiri urðu mörkin ekki þó svo að bæði lið hafi fengið sín tækifæri í leiknum. Mikilvægt mark hjá Drogba en Chelsea á þó erfiðan leik fyrir höndum á Ítalíu. Sporting Lissabon - Bayern München 0-50-1 Franck Ribery (42.) 0-2 Miroslav Klose (57.) 0-3 Franck Ribery, víti (63.) 0-4 Luca Toni (84.)0-5 Luca Toni (90.) Villarreal - Panathinaikos 1-1 0-1 Giorgos Karagounis (59.) 1-1 Giuseppi Rossi, víti (67.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti