Tenniskonan Serena Williams var fljót að afgreiða Melindu Czink í annarri umferð á Opna bandaríska meistaramótinu þegar hún vann í tveimur settum 6-1 og 6-1 en leikurinn stóð aðeins í 53 mínútur.
Serena mætir Mariu Jose Martinez Sanchez í þriðju umferðinni.
Hin bandaríska Serena stefnir á sinn fjórða titil í á Opna bandaríska meistaramótinu en hún hefur verið illviðráðanlega á þessu ári og er ríkjandi meistari á Opna ástralska meistaramótinu og Wimbledon mótinu.