Kauphöllin kannar lagaákvæði um undanþágu frá uppgjörum 4. maí 2009 14:02 Stjórn kauphallarinnar er nú að láta lögfræðinga sína kanna lagaákvæði sem yfir tíu félög hafa notað sem undanþágu frá því að birta ársuppgjör sín á réttum tíma, það er fyrir 30. apríl s.l. Þórður Friðjónsson forstjóri kauphallarinnar segir að hann telji að þessi notkun á ákvæðinu samræmist ekki tilgangi þess. Ákvæðið um verðbréfaviðskipti sem hér um ræðir kveður á um félögum sem aðeins hafa skráð skuldabréf heimilt að birta ekki uppgjör í kauphöll ef lágmarksfjárhæð hvers skuldabréfs er a.m.k. 50.000 evrur að nafnvirði. Þórður segir að félög í fjárhagserfiðleikum eigi ekki að geta notað þetta ákvæði á þennan hátt, að fresta birtingu á ársuppgjörum sínum, þar sem uppgjörin geti sannanlega verið markaðsverðmyndandi. „Við erum að skoða málið frá öllum hliðum og fara rækilega yfir það enda teljum við fráleitt að félög geti haldið upplýsingum frá markaðinum með þessum hætti," segir Þórður. Þórður telur að hugsanlega muni þessi vinna kauphallarinnar leiða til þess að lögunum verði breytt svo koma megi í veg fyrir að þessi frestun endurtaki sig í framtíðinni. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórn kauphallarinnar er nú að láta lögfræðinga sína kanna lagaákvæði sem yfir tíu félög hafa notað sem undanþágu frá því að birta ársuppgjör sín á réttum tíma, það er fyrir 30. apríl s.l. Þórður Friðjónsson forstjóri kauphallarinnar segir að hann telji að þessi notkun á ákvæðinu samræmist ekki tilgangi þess. Ákvæðið um verðbréfaviðskipti sem hér um ræðir kveður á um félögum sem aðeins hafa skráð skuldabréf heimilt að birta ekki uppgjör í kauphöll ef lágmarksfjárhæð hvers skuldabréfs er a.m.k. 50.000 evrur að nafnvirði. Þórður segir að félög í fjárhagserfiðleikum eigi ekki að geta notað þetta ákvæði á þennan hátt, að fresta birtingu á ársuppgjörum sínum, þar sem uppgjörin geti sannanlega verið markaðsverðmyndandi. „Við erum að skoða málið frá öllum hliðum og fara rækilega yfir það enda teljum við fráleitt að félög geti haldið upplýsingum frá markaðinum með þessum hætti," segir Þórður. Þórður telur að hugsanlega muni þessi vinna kauphallarinnar leiða til þess að lögunum verði breytt svo koma megi í veg fyrir að þessi frestun endurtaki sig í framtíðinni.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira