Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna 17. febrúar 2009 09:59 Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna í fjármálakreppunni. Við upphaf síðasta árs voru auðæfi hans metin á 23 milljarða dollara en hafa í dag skroppið saman í tæplega 14 milljarða dollara eða tæplega 1.600 milljarða kr.. Fjallað er um tap rússnesku auðjöfranna í rússneska tímaritunu Finans. Þar kemur fram að 10 auðugustu Rússarnir hafa tapað tveimur þriðju hlutum af auðæfum sínum í kreppunni. Verst hefur kreppan komið við kaunin á Oleg Deripaske sem var efstur á listanum en er nú dottinn niður í áttunda sæti. Hann hefur tapað 85% af auðæfum sínum. Oleg á fyrirtæki í málmiðnaði, byggingastarfsemi og orkugeiranum, allt fyrirtæki sem hafa orðið hart fyrir barðinu á kreppunni. Roman Abramovich er enn númer tvö á listanum yfir auðugustu Rússana þrátt fyrir tap sitt. En nýr auðjöfur er kominn í fyrsta sætið. Það er Mikhail Prokhorov sem seldi stóran hluta af eignum sínum áður en kreppan fór að bíta í af alvöru. Þar á meðal hlut sinni í námufyrirtækinu Norilsk Nickel. Prokhorov er þó ekki langt yfir Abramovich því auðæfi hans eru metin á rúmlega 14 milljarða dollara í dag. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna í fjármálakreppunni. Við upphaf síðasta árs voru auðæfi hans metin á 23 milljarða dollara en hafa í dag skroppið saman í tæplega 14 milljarða dollara eða tæplega 1.600 milljarða kr.. Fjallað er um tap rússnesku auðjöfranna í rússneska tímaritunu Finans. Þar kemur fram að 10 auðugustu Rússarnir hafa tapað tveimur þriðju hlutum af auðæfum sínum í kreppunni. Verst hefur kreppan komið við kaunin á Oleg Deripaske sem var efstur á listanum en er nú dottinn niður í áttunda sæti. Hann hefur tapað 85% af auðæfum sínum. Oleg á fyrirtæki í málmiðnaði, byggingastarfsemi og orkugeiranum, allt fyrirtæki sem hafa orðið hart fyrir barðinu á kreppunni. Roman Abramovich er enn númer tvö á listanum yfir auðugustu Rússana þrátt fyrir tap sitt. En nýr auðjöfur er kominn í fyrsta sætið. Það er Mikhail Prokhorov sem seldi stóran hluta af eignum sínum áður en kreppan fór að bíta í af alvöru. Þar á meðal hlut sinni í námufyrirtækinu Norilsk Nickel. Prokhorov er þó ekki langt yfir Abramovich því auðæfi hans eru metin á rúmlega 14 milljarða dollara í dag.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira