Svíar kaupa ódýrar íbúðir í Danmörku 26. maí 2009 14:07 Hrunið á fasteignamarkaðinum í Danmörku hefur leitt til þess að Svíum fer fjölgandi sem festa sér kaup á íbúðum hinum megin við Eyrarsundið. Samkvæmt opinberum upplýsingum frá fyrsta ársfjórðungi ársins fluttu 272 Svíar lögheimili sitt frá Skáni og yfir til Kaupmannahafnarsvæðisins. Er þetta aukning upp á 8% miðað við sama tímabili í fyrra. Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Britt Andresen greinenda hjá Öresundsbroen að flutningstölurnar staðfesti það sem vitað var fyrir. Fasteignaverð ráði því hvar maður býr. „Og með ódýrari verðum á danska fasteignamarkaðinum hafa fleiri Svíar látið draum sinn rætast um að búa í Danmörku," segir Andresen. Íbúðaverð í Danmörku hefur lækkað um 17,5% að meðaltali frá árinu 2006. Sum landsvæði hafa farið verr út úr lækkuninni en önnur. Þannig voru fregnir í dönskum fjölmiðlum nýlega um að nú væri hægt að kaup ca. 40 fm einstaklingsíbúðir á sumum stöðum á Jótlandi á 100.000 til 200.000 danskar kr. eða á bilinu 2,4 til 4,8 milljónir kr. Er þetta hátt í hálfvirði miðað við verðin fyrir tveimur árum síðan. En eftir sem áður eru Danir sjálfir fjölmennasti hópurinn sem flytur á hverju ári milli Skáns og Danmerkur. Þeir voru 65% þeirra sem fluttu yfir sundið á fyrrgreindu tímabili eða 779 talsins. Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hrunið á fasteignamarkaðinum í Danmörku hefur leitt til þess að Svíum fer fjölgandi sem festa sér kaup á íbúðum hinum megin við Eyrarsundið. Samkvæmt opinberum upplýsingum frá fyrsta ársfjórðungi ársins fluttu 272 Svíar lögheimili sitt frá Skáni og yfir til Kaupmannahafnarsvæðisins. Er þetta aukning upp á 8% miðað við sama tímabili í fyrra. Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Britt Andresen greinenda hjá Öresundsbroen að flutningstölurnar staðfesti það sem vitað var fyrir. Fasteignaverð ráði því hvar maður býr. „Og með ódýrari verðum á danska fasteignamarkaðinum hafa fleiri Svíar látið draum sinn rætast um að búa í Danmörku," segir Andresen. Íbúðaverð í Danmörku hefur lækkað um 17,5% að meðaltali frá árinu 2006. Sum landsvæði hafa farið verr út úr lækkuninni en önnur. Þannig voru fregnir í dönskum fjölmiðlum nýlega um að nú væri hægt að kaup ca. 40 fm einstaklingsíbúðir á sumum stöðum á Jótlandi á 100.000 til 200.000 danskar kr. eða á bilinu 2,4 til 4,8 milljónir kr. Er þetta hátt í hálfvirði miðað við verðin fyrir tveimur árum síðan. En eftir sem áður eru Danir sjálfir fjölmennasti hópurinn sem flytur á hverju ári milli Skáns og Danmerkur. Þeir voru 65% þeirra sem fluttu yfir sundið á fyrrgreindu tímabili eða 779 talsins.
Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira