ESB sektaði Intel um 180 milljarða króna 13. maí 2009 12:17 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska örgjörvaframleiðandann Intel um jafnvirði ríflega 180 milljarða íslenskra króna, fyrir að hamla samkeppni og brjóta gegn samkeppnislögum. Sektin er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki Evrópusambandið hóf að rannsaka viðskiptahætti Intel árið 2001 þegar helsti keppinautur þeirra AMD kvartaði til framkvæmdastjórnarinnar og sagði Intel beita óheiðarlegum aðferðum til að halda þeim niðri. Í fyrra var Intel með áttatíu prósent af heimsmarkaðnum þegar kemur að örgjörvum en AMD með tólf prósent. Fulltrúar hjá samkeppniseftirlit Evrópusambandsins segja að Intel hafi borgað tölvuframleiðendum fyrir að fresta eða hætta við framleiðslu á vörum sem noti örgjörva frá keppinautnum AMD. Einnig hafi Intel borgað framleiðendum fyrir að nota einvörðungu Intel vörur og smásölum fyrir að birgja sig aðeins upp á tölvum með Intel örgjörvum. Sektin sem nú er lögð á Intel er sú hæsta sem Evrópusambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot. Hún hljóðar upp á rúman milljarð evra eða ríflega 180 milljarða króna. Það er 4,15% af veltu Intel í fyrra. Næst hæsta einstaka sekt sambandsins var upp á 896 milljónir evra sem lögð var á glerframleiðandann Saint-Gobain í fyrra fyrir verðsamráð. Sektin sem lögð er á Intel er ríflega helmingi hærri en sú sem lögð var á bandaríska tölvurisann Microsoft 2004 fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu. Hún var upp á tæpan hálfan milljarð evra. Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandins, segir að Intel hafi skaðað hagsmuni milljóna neytenda í Evrópu með því að halda keppinautum út af örgörvamarkaðnum í mörg ár. Stjórnendur Intel ætla að áfrýja úrskurði framkvæmdastjórnarinnar. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska örgjörvaframleiðandann Intel um jafnvirði ríflega 180 milljarða íslenskra króna, fyrir að hamla samkeppni og brjóta gegn samkeppnislögum. Sektin er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki Evrópusambandið hóf að rannsaka viðskiptahætti Intel árið 2001 þegar helsti keppinautur þeirra AMD kvartaði til framkvæmdastjórnarinnar og sagði Intel beita óheiðarlegum aðferðum til að halda þeim niðri. Í fyrra var Intel með áttatíu prósent af heimsmarkaðnum þegar kemur að örgjörvum en AMD með tólf prósent. Fulltrúar hjá samkeppniseftirlit Evrópusambandsins segja að Intel hafi borgað tölvuframleiðendum fyrir að fresta eða hætta við framleiðslu á vörum sem noti örgjörva frá keppinautnum AMD. Einnig hafi Intel borgað framleiðendum fyrir að nota einvörðungu Intel vörur og smásölum fyrir að birgja sig aðeins upp á tölvum með Intel örgjörvum. Sektin sem nú er lögð á Intel er sú hæsta sem Evrópusambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot. Hún hljóðar upp á rúman milljarð evra eða ríflega 180 milljarða króna. Það er 4,15% af veltu Intel í fyrra. Næst hæsta einstaka sekt sambandsins var upp á 896 milljónir evra sem lögð var á glerframleiðandann Saint-Gobain í fyrra fyrir verðsamráð. Sektin sem lögð er á Intel er ríflega helmingi hærri en sú sem lögð var á bandaríska tölvurisann Microsoft 2004 fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu. Hún var upp á tæpan hálfan milljarð evra. Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandins, segir að Intel hafi skaðað hagsmuni milljóna neytenda í Evrópu með því að halda keppinautum út af örgörvamarkaðnum í mörg ár. Stjórnendur Intel ætla að áfrýja úrskurði framkvæmdastjórnarinnar.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira