ESB sektaði Intel um 180 milljarða króna 13. maí 2009 12:17 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska örgjörvaframleiðandann Intel um jafnvirði ríflega 180 milljarða íslenskra króna, fyrir að hamla samkeppni og brjóta gegn samkeppnislögum. Sektin er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki Evrópusambandið hóf að rannsaka viðskiptahætti Intel árið 2001 þegar helsti keppinautur þeirra AMD kvartaði til framkvæmdastjórnarinnar og sagði Intel beita óheiðarlegum aðferðum til að halda þeim niðri. Í fyrra var Intel með áttatíu prósent af heimsmarkaðnum þegar kemur að örgjörvum en AMD með tólf prósent. Fulltrúar hjá samkeppniseftirlit Evrópusambandsins segja að Intel hafi borgað tölvuframleiðendum fyrir að fresta eða hætta við framleiðslu á vörum sem noti örgjörva frá keppinautnum AMD. Einnig hafi Intel borgað framleiðendum fyrir að nota einvörðungu Intel vörur og smásölum fyrir að birgja sig aðeins upp á tölvum með Intel örgjörvum. Sektin sem nú er lögð á Intel er sú hæsta sem Evrópusambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot. Hún hljóðar upp á rúman milljarð evra eða ríflega 180 milljarða króna. Það er 4,15% af veltu Intel í fyrra. Næst hæsta einstaka sekt sambandsins var upp á 896 milljónir evra sem lögð var á glerframleiðandann Saint-Gobain í fyrra fyrir verðsamráð. Sektin sem lögð er á Intel er ríflega helmingi hærri en sú sem lögð var á bandaríska tölvurisann Microsoft 2004 fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu. Hún var upp á tæpan hálfan milljarð evra. Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandins, segir að Intel hafi skaðað hagsmuni milljóna neytenda í Evrópu með því að halda keppinautum út af örgörvamarkaðnum í mörg ár. Stjórnendur Intel ætla að áfrýja úrskurði framkvæmdastjórnarinnar. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska örgjörvaframleiðandann Intel um jafnvirði ríflega 180 milljarða íslenskra króna, fyrir að hamla samkeppni og brjóta gegn samkeppnislögum. Sektin er sú hæsta sem sambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki Evrópusambandið hóf að rannsaka viðskiptahætti Intel árið 2001 þegar helsti keppinautur þeirra AMD kvartaði til framkvæmdastjórnarinnar og sagði Intel beita óheiðarlegum aðferðum til að halda þeim niðri. Í fyrra var Intel með áttatíu prósent af heimsmarkaðnum þegar kemur að örgjörvum en AMD með tólf prósent. Fulltrúar hjá samkeppniseftirlit Evrópusambandsins segja að Intel hafi borgað tölvuframleiðendum fyrir að fresta eða hætta við framleiðslu á vörum sem noti örgjörva frá keppinautnum AMD. Einnig hafi Intel borgað framleiðendum fyrir að nota einvörðungu Intel vörur og smásölum fyrir að birgja sig aðeins upp á tölvum með Intel örgjörvum. Sektin sem nú er lögð á Intel er sú hæsta sem Evrópusambandið hefur lagt á eitt fyrirtæki fyrir samkeppnislagabrot. Hún hljóðar upp á rúman milljarð evra eða ríflega 180 milljarða króna. Það er 4,15% af veltu Intel í fyrra. Næst hæsta einstaka sekt sambandsins var upp á 896 milljónir evra sem lögð var á glerframleiðandann Saint-Gobain í fyrra fyrir verðsamráð. Sektin sem lögð er á Intel er ríflega helmingi hærri en sú sem lögð var á bandaríska tölvurisann Microsoft 2004 fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu. Hún var upp á tæpan hálfan milljarð evra. Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandins, segir að Intel hafi skaðað hagsmuni milljóna neytenda í Evrópu með því að halda keppinautum út af örgörvamarkaðnum í mörg ár. Stjórnendur Intel ætla að áfrýja úrskurði framkvæmdastjórnarinnar.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira