Evrópski seðlabankinn byggir upp risavaxinn varasjóð 20. mars 2009 11:24 Evrópski seðlabankinn (ECB) er nú að byggja upp risavaxinn varasjóð sem hægt verður að greiða úr milljarða evra á innan 24 klukkustunda ef þörf er á. Samkvæmt frétt um málið á business.dk er markmiðið með sjóðnum einkum að forða þjóðum innan Evrópubandalagsins frá þjóðargjaldþroti. Í fyrstu er ætlunin að nota sjóðinn til að bjarga Írlandi frá þessum örlögum og ef til vill Grikklandi síðar meir. Fari þessar þjóðir í gjaldþrot er talin hætta á að slíkt myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ESB og raunar hætta á að bandalagið myndi liðast í sundur við slíkt. Það er þýski stjórnmálamaðurinn Otto Bernhardt, meðlimur CDU flokks Angelu Markel kanslara Þýskalands, sem hefur greint frá þessum áætlunum. Hann segir í samtali við Reuters að útgangspunkturinn sé að engin þjóð innan myntsamstarfs ESB megi komast í þrot. Sem fyrr segir eru Írland og Grikkland talin í mikilli hættu á að komast í þrot. Nefnt er að munurinn á vöxtum á ríkisskuldabréfum Þýskalands og Grikklands er nú eitt prósentustig en munurinn var lengi 0,25%. Og hvað Írland varðar hefur því landi ítrekað verið líkt við Ísland og að Írum bíði sömu örlög og íslensku þjóðarinnar. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópski seðlabankinn (ECB) er nú að byggja upp risavaxinn varasjóð sem hægt verður að greiða úr milljarða evra á innan 24 klukkustunda ef þörf er á. Samkvæmt frétt um málið á business.dk er markmiðið með sjóðnum einkum að forða þjóðum innan Evrópubandalagsins frá þjóðargjaldþroti. Í fyrstu er ætlunin að nota sjóðinn til að bjarga Írlandi frá þessum örlögum og ef til vill Grikklandi síðar meir. Fari þessar þjóðir í gjaldþrot er talin hætta á að slíkt myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir ESB og raunar hætta á að bandalagið myndi liðast í sundur við slíkt. Það er þýski stjórnmálamaðurinn Otto Bernhardt, meðlimur CDU flokks Angelu Markel kanslara Þýskalands, sem hefur greint frá þessum áætlunum. Hann segir í samtali við Reuters að útgangspunkturinn sé að engin þjóð innan myntsamstarfs ESB megi komast í þrot. Sem fyrr segir eru Írland og Grikkland talin í mikilli hættu á að komast í þrot. Nefnt er að munurinn á vöxtum á ríkisskuldabréfum Þýskalands og Grikklands er nú eitt prósentustig en munurinn var lengi 0,25%. Og hvað Írland varðar hefur því landi ítrekað verið líkt við Ísland og að Írum bíði sömu örlög og íslensku þjóðarinnar.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira