Græddi tugi milljarða á breska bankahruninu 12. mars 2009 11:05 Vogunarsjóður bandaríska fjárfestisins John Paulson græddi 311 milljónir punda, eða um 50 milljarða kr. á hruni breska bankakerfisins í vetur. Og þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Paulson græðir tugi milljarða á því að skortselja hlutabréf í breskum bönkum. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að Paulson hóf að skortselja hlutabréf í bæði Lloyds bankanum og HBOS s.l. haust. Hann tók að láni hlutabréf í þessum bönkum í september af stærðargráðunni 367 milljónir punda og seldi þau strax. Nú í mars nam eign Paulson í þessu bönkum 50 milljónum punda þannig að hann hefur sett 311 milljónir punda í vasann eftir þessa skortsölu. Það fylgir svo sögunni að vogunarsjóður Paulson hafi leikið sama leikinn við Royal Bank of Scotland og þar græddi hann a.m.k. 295 milljónir punda eða hátt í 50 milljarða kr. á að skortselja bréf í þeim banka. Bloomberg greinir einnig frá því að Paulson hafi grætt um 3 milljarða dollara eða um 330 milljarða kr. á að veðja á að bandaríski fasteignamarkaðurinn myndi hrynja vegna undirmálslánakreppunnar. Leigh Goodwin greinandi hjá Fox-Pitt Kelton í London segir að Paulson hafi lesið markaðinn hárrétt. Og það hafi valdið því að vogunarsjóður hans gaf af sér 37% hagnað af fjárfestingum í fyrra þegar vogunarsjóðir í heildina skiluðu tapi upp á 19%. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vogunarsjóður bandaríska fjárfestisins John Paulson græddi 311 milljónir punda, eða um 50 milljarða kr. á hruni breska bankakerfisins í vetur. Og þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Paulson græðir tugi milljarða á því að skortselja hlutabréf í breskum bönkum. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að Paulson hóf að skortselja hlutabréf í bæði Lloyds bankanum og HBOS s.l. haust. Hann tók að láni hlutabréf í þessum bönkum í september af stærðargráðunni 367 milljónir punda og seldi þau strax. Nú í mars nam eign Paulson í þessu bönkum 50 milljónum punda þannig að hann hefur sett 311 milljónir punda í vasann eftir þessa skortsölu. Það fylgir svo sögunni að vogunarsjóður Paulson hafi leikið sama leikinn við Royal Bank of Scotland og þar græddi hann a.m.k. 295 milljónir punda eða hátt í 50 milljarða kr. á að skortselja bréf í þeim banka. Bloomberg greinir einnig frá því að Paulson hafi grætt um 3 milljarða dollara eða um 330 milljarða kr. á að veðja á að bandaríski fasteignamarkaðurinn myndi hrynja vegna undirmálslánakreppunnar. Leigh Goodwin greinandi hjá Fox-Pitt Kelton í London segir að Paulson hafi lesið markaðinn hárrétt. Og það hafi valdið því að vogunarsjóður hans gaf af sér 37% hagnað af fjárfestingum í fyrra þegar vogunarsjóðir í heildina skiluðu tapi upp á 19%.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira