Ánægja í herbúðum Toyota 29. september 2009 08:03 Timo Glock fagnar félögum sínum hjá Toyota í Singapúr á sunnudaginn. mynd: Getty Images Toyota liðið náði sínum besta árangri á þessu ári í Singapúr um helgina þegar Timo Glock kom annar í endamark á eftir Lewis Hamilton á McLaren. Liðið hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og markmiðið var að landa sigri fyrir mörgum árum síðan, en þrátt fyrir mikið fjárstreymi hefur það ekki gengið eftir. Japanskir forstjórar hafa ósjaldan látið í sér heyra og vilja betri árangur. "Það er engin pressa á okkur núna, en þessi árangur þjappar liðinu saman. Við kepptum til sigurs og við höfum trú á að við getum unnið einn daginn", sagði John Howett yfirmaður Formúlu 1liðs Toyota. Liðið er staðsett í Köln í Þýskalandi. "Við höfum rætt við stjóranna í Japan og hvernig bæta megi gengi liðsins fyrir næsta ár. Það er hefð innan Toyota að líta fram veginn. Við höfum ekkert ákveðið enn með ökumenn fyrir næsta ár, en erum opnir fyrir Timo Glock." Ljóst þykir að Jarno Trulli verður ekki með liðinu á næsta ári, en fjöldi nýrra liða mun setja svip sinn á Formúlu 1 2010 og Trulli ætti að komast að hjá öðru keppnisliði. Toyota keppir á heimavelli í Japan um helgina og mætir á Suzuka brautina sem ekki hefur verið notuð síðan 2007. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Toyota liðið náði sínum besta árangri á þessu ári í Singapúr um helgina þegar Timo Glock kom annar í endamark á eftir Lewis Hamilton á McLaren. Liðið hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og markmiðið var að landa sigri fyrir mörgum árum síðan, en þrátt fyrir mikið fjárstreymi hefur það ekki gengið eftir. Japanskir forstjórar hafa ósjaldan látið í sér heyra og vilja betri árangur. "Það er engin pressa á okkur núna, en þessi árangur þjappar liðinu saman. Við kepptum til sigurs og við höfum trú á að við getum unnið einn daginn", sagði John Howett yfirmaður Formúlu 1liðs Toyota. Liðið er staðsett í Köln í Þýskalandi. "Við höfum rætt við stjóranna í Japan og hvernig bæta megi gengi liðsins fyrir næsta ár. Það er hefð innan Toyota að líta fram veginn. Við höfum ekkert ákveðið enn með ökumenn fyrir næsta ár, en erum opnir fyrir Timo Glock." Ljóst þykir að Jarno Trulli verður ekki með liðinu á næsta ári, en fjöldi nýrra liða mun setja svip sinn á Formúlu 1 2010 og Trulli ætti að komast að hjá öðru keppnisliði. Toyota keppir á heimavelli í Japan um helgina og mætir á Suzuka brautina sem ekki hefur verið notuð síðan 2007.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira