Ánægja í herbúðum Toyota 29. september 2009 08:03 Timo Glock fagnar félögum sínum hjá Toyota í Singapúr á sunnudaginn. mynd: Getty Images Toyota liðið náði sínum besta árangri á þessu ári í Singapúr um helgina þegar Timo Glock kom annar í endamark á eftir Lewis Hamilton á McLaren. Liðið hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og markmiðið var að landa sigri fyrir mörgum árum síðan, en þrátt fyrir mikið fjárstreymi hefur það ekki gengið eftir. Japanskir forstjórar hafa ósjaldan látið í sér heyra og vilja betri árangur. "Það er engin pressa á okkur núna, en þessi árangur þjappar liðinu saman. Við kepptum til sigurs og við höfum trú á að við getum unnið einn daginn", sagði John Howett yfirmaður Formúlu 1liðs Toyota. Liðið er staðsett í Köln í Þýskalandi. "Við höfum rætt við stjóranna í Japan og hvernig bæta megi gengi liðsins fyrir næsta ár. Það er hefð innan Toyota að líta fram veginn. Við höfum ekkert ákveðið enn með ökumenn fyrir næsta ár, en erum opnir fyrir Timo Glock." Ljóst þykir að Jarno Trulli verður ekki með liðinu á næsta ári, en fjöldi nýrra liða mun setja svip sinn á Formúlu 1 2010 og Trulli ætti að komast að hjá öðru keppnisliði. Toyota keppir á heimavelli í Japan um helgina og mætir á Suzuka brautina sem ekki hefur verið notuð síðan 2007. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Toyota liðið náði sínum besta árangri á þessu ári í Singapúr um helgina þegar Timo Glock kom annar í endamark á eftir Lewis Hamilton á McLaren. Liðið hefur verið sjö ár í Formúlu 1 og markmiðið var að landa sigri fyrir mörgum árum síðan, en þrátt fyrir mikið fjárstreymi hefur það ekki gengið eftir. Japanskir forstjórar hafa ósjaldan látið í sér heyra og vilja betri árangur. "Það er engin pressa á okkur núna, en þessi árangur þjappar liðinu saman. Við kepptum til sigurs og við höfum trú á að við getum unnið einn daginn", sagði John Howett yfirmaður Formúlu 1liðs Toyota. Liðið er staðsett í Köln í Þýskalandi. "Við höfum rætt við stjóranna í Japan og hvernig bæta megi gengi liðsins fyrir næsta ár. Það er hefð innan Toyota að líta fram veginn. Við höfum ekkert ákveðið enn með ökumenn fyrir næsta ár, en erum opnir fyrir Timo Glock." Ljóst þykir að Jarno Trulli verður ekki með liðinu á næsta ári, en fjöldi nýrra liða mun setja svip sinn á Formúlu 1 2010 og Trulli ætti að komast að hjá öðru keppnisliði. Toyota keppir á heimavelli í Japan um helgina og mætir á Suzuka brautina sem ekki hefur verið notuð síðan 2007.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira