Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2009 09:00 Kevin Garnett fagnar sigurkörfu sinni í nótt. Mynd/AP Flautukarfa Kevin Garnett í lok framlengingar í leik Boston og New York í NBA-deildinni í nótt tryggði fyrrnefnda liðinu sigur í leiknum, 107-105. Garnett hafði reyndar ekki átt neitt sérstakan dag og hafði aðeins hitt úr fjórum skotum af fimmtán utan af vellinum þegar kom að skotinu mikilvæga. Paul Pierce var allt í öllu í sóknarleik Boston og skoraði öll stig liðsins í framlengingunni nema síðustu körfuna. Pierce átti þó stoðsendinguna í síðustu sókninni. Hann dró með sér tvo varnarmenn New York sem gerði það að verkum að Garnett var óvaldaður og tryggði sínum mönnum sigurinn. Pierce skoraði 33 stig í leiknum en hvorki Garnett né Ray Allen náðu sér á strik. Ray Allen var með fjórtán stig, tíu stoðsendingar og níu fráköst, Allen þrettán og Garnett tíu. Hjá New York var Al Harrington með 30 stig og David Lee 22 stig og fimmtán fráköst. Orlando vann Toronto, 104-96. Vince Carter var með 24 stig og Dwight Howard sautján stig og tólf fráköst fyrir Orlando. Miami vann New Orleans, þar sem Dwyane Wade fór á kostum og skoraði 31 stig. Udonis Haslem skoraði þó mikilvægustu körfu leiksins fimmtán sekúndum fyrir leikslok. Charlotte vann Indiana, 104-88. Nazr Mohammed skoraði átján stig og Boris Diaw sautján fyrir Charlotte sem batt í nótt enda á sjö leikja taphrinu. Phoenix vann Detroit, 117-91. Amare Stoudemire skoraði 31 stig og Steve Nash 20 fyrir Phoenix þó svo að hann hafi ekkert komið við sögu í fjórða leikhluta. Þetta var fimmta tap Detroit í röð. LA Lakers vann Oklahoma City, 101-85. Kobe Bryant skoraði 26 stig, þar á meðal ótrúlega körfu fyrir aftan spjaldið, eins og sjá má hér. NBA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Flautukarfa Kevin Garnett í lok framlengingar í leik Boston og New York í NBA-deildinni í nótt tryggði fyrrnefnda liðinu sigur í leiknum, 107-105. Garnett hafði reyndar ekki átt neitt sérstakan dag og hafði aðeins hitt úr fjórum skotum af fimmtán utan af vellinum þegar kom að skotinu mikilvæga. Paul Pierce var allt í öllu í sóknarleik Boston og skoraði öll stig liðsins í framlengingunni nema síðustu körfuna. Pierce átti þó stoðsendinguna í síðustu sókninni. Hann dró með sér tvo varnarmenn New York sem gerði það að verkum að Garnett var óvaldaður og tryggði sínum mönnum sigurinn. Pierce skoraði 33 stig í leiknum en hvorki Garnett né Ray Allen náðu sér á strik. Ray Allen var með fjórtán stig, tíu stoðsendingar og níu fráköst, Allen þrettán og Garnett tíu. Hjá New York var Al Harrington með 30 stig og David Lee 22 stig og fimmtán fráköst. Orlando vann Toronto, 104-96. Vince Carter var með 24 stig og Dwight Howard sautján stig og tólf fráköst fyrir Orlando. Miami vann New Orleans, þar sem Dwyane Wade fór á kostum og skoraði 31 stig. Udonis Haslem skoraði þó mikilvægustu körfu leiksins fimmtán sekúndum fyrir leikslok. Charlotte vann Indiana, 104-88. Nazr Mohammed skoraði átján stig og Boris Diaw sautján fyrir Charlotte sem batt í nótt enda á sjö leikja taphrinu. Phoenix vann Detroit, 117-91. Amare Stoudemire skoraði 31 stig og Steve Nash 20 fyrir Phoenix þó svo að hann hafi ekkert komið við sögu í fjórða leikhluta. Þetta var fimmta tap Detroit í röð. LA Lakers vann Oklahoma City, 101-85. Kobe Bryant skoraði 26 stig, þar á meðal ótrúlega körfu fyrir aftan spjaldið, eins og sjá má hér.
NBA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Leik lokið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira