Bretadrottning beðin um hjálp við Landsbankaskuldir 25. febrúar 2009 11:27 Fólk á eyjunni Jersey sem töpuðu miklu fé á hruni Landsbankans hafa beðið Elísabetu Bretadrottningu um hjálp við að ná innistæðum sínum út úr útibúi Landsbankans á Guernsey. Þetta kemur fram í frétt um málið í BBC. Þetta kemur í framhaldi af svipaðir bón frá íbúum eyjarinnar Guernsey í síðustu viku sem einnig töpuðu miklu á Landsbankanum þar á bæ. BBC segir að þetta fólk á fyrrgreindum Ermasundseyjum sé með þessu að nýta sér 800 ára gamlan rétt sinn til að leita beint til Bretadrottningar með beiðni um aðstoð. Eleanor Monaghan talskona innistæðueigendanna á Jersey segir að þótt beiðnin til Bretadrottningar geti ekki aðstoðað eyjarbúa með beinum hætti hafi hún þó þau áhrif að málið nái til eyrna æðstu yfirvalda á Bretlandseyjum. „Augljóslega erum við ekki að biðja drottninguna um að borga tjónið," segir Monaghan. „En í stöðu sinni sem þjóðhöfðingi gæti hún þrýst á aðra um að gera eitthvað. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist." Réttur Jerseybúa til að leita beint til drottningar stafar frá því snemma á 13du öld þegar honum var komið á í skiptum fyrir að eyjarbúar lýstu yfir hollustu sinni við bresku konungsfjölskyldunnar. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fólk á eyjunni Jersey sem töpuðu miklu fé á hruni Landsbankans hafa beðið Elísabetu Bretadrottningu um hjálp við að ná innistæðum sínum út úr útibúi Landsbankans á Guernsey. Þetta kemur fram í frétt um málið í BBC. Þetta kemur í framhaldi af svipaðir bón frá íbúum eyjarinnar Guernsey í síðustu viku sem einnig töpuðu miklu á Landsbankanum þar á bæ. BBC segir að þetta fólk á fyrrgreindum Ermasundseyjum sé með þessu að nýta sér 800 ára gamlan rétt sinn til að leita beint til Bretadrottningar með beiðni um aðstoð. Eleanor Monaghan talskona innistæðueigendanna á Jersey segir að þótt beiðnin til Bretadrottningar geti ekki aðstoðað eyjarbúa með beinum hætti hafi hún þó þau áhrif að málið nái til eyrna æðstu yfirvalda á Bretlandseyjum. „Augljóslega erum við ekki að biðja drottninguna um að borga tjónið," segir Monaghan. „En í stöðu sinni sem þjóðhöfðingi gæti hún þrýst á aðra um að gera eitthvað. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist." Réttur Jerseybúa til að leita beint til drottningar stafar frá því snemma á 13du öld þegar honum var komið á í skiptum fyrir að eyjarbúar lýstu yfir hollustu sinni við bresku konungsfjölskyldunnar.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira