Körfubolti

San Antonio fær Drew Gooden

Drew Gooden er hér til hægri í baráttu við Tim Duncan hjá San Antonio, en þeir verða brátt samherjar hjá Texas-liðinu
Drew Gooden er hér til hægri í baráttu við Tim Duncan hjá San Antonio, en þeir verða brátt samherjar hjá Texas-liðinu Nordic Photos/Getty Images

Þrjú lið í NBA deildinni eru nú að fá liðsstyrk fyrir lokaátökin fram á vorið. San Antonio Spurs hefur náð munnlegu samkomulagi við framherjann Drew Gooden um að leika með liðinu út leiktíðina.

Gooden hefur farið víða í deildinni á ferlinum en honum var skipt frá Chicago Bulls til Sacramento Kings fyrir skömmu, en Sacramento keypti hann undan samningi um helgina.

Honum var því frjálst að semja við hvaða lið sem var og hefur San Antonio nú náð sér í frambærilegan leikmann fyrir lítinn pening. Gooden hefur skorað 13 stig og hirt 8,7 fráköst að meðaltali í 32 leikjum í vetur.

Cleveland hefur líka bætt við sig kunnuglegu andliti, en umboðsmaður framherjans reynda Joe Smith hefur staðfest að hann ætli að skrifa undir samning við félagið.

Smith var notaður sem skiptimynt síðasta sumar þegar Cleveland var að taka til í herbúðum sínum, en LeBron James vildi mikið fá þennan reynslubolta aftur til félagsins. Smith var síðast hjá Oklahoma Thunder þar sem hann skoraði 6,6 stig í leik og hirti 4,5 fráköst að meðaltali í leik.

Þá hefur Phoenix fengið til sín framherjann Stromile Swift sem látinn var fara frá New Jersey fyrir skömmu. Swift hefur víða farið á níu ára ferli sínum og verður notaður til að fylla skarð Amare Stoudemire sem er meiddur.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×