NBA í nótt: San Antonio náði sér í titil Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2009 09:26 Tekið á því í leik San Antonio og New Orleans í nótt. Nordic Photos / Getty Images Lokakeppnisdagur deildakeppninnar í NBA-deildinni fór fram í nótt og er því ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. Alls voru fjórtán leikir í deildinni í nótt og af nægu að taka. Einna athyglisverðast var að San Antonio tókst að hrifsa meistaratitilinn í suðvesturriðli Vesturdeildarinnar af Houston með góðum sigri á New Orleans, 105-98.Vesturdeildin Dallas - Houston 95-84 Portland - Denver 104-76 San Antonio - New Orleans 105-98 Minnesota - Sacramento 90-97 LA Clippers - Oklahoma City 85-126 Phoenix - Goilden State 117-113 San Antonio var fimm stigum undir þegar tæpar 50 sekúndur voru til leiksloka. Michael Finley setti niður þrist um leið og leiktíminn rann út og tryggði þar með sínum mönnum framlengingu. Í henni vann svo San Antonio öruggan sjö stiga sigur sem fyrr segir. Þar sem Houston tapaði fyrir Dallas á sama tíma var ljóst að fyrrnefnda liðið lét titilinn sér úr rennum greipa og það sem meira er - heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Tim Duncan átti stórleik með San Antonio og skoraði 20 stig og tók nítján fráköst. Hann skoraði sex stig í framlengingunni og tók þar að auki sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Tony Parker átti sem fyrr góðan leik og skoraði 29 stig. San Antonio náði í þriðja sæti Austurdeildarinnar en Houston féll úr því þriðja í það fimmta með sínu tapi. Portland vann góðan sigur á Denver og færðist þar með upp í fjórða sætið. Með sigri hefði Houston náð öðru sæti Austurdeildarinnar þar sem liðið er með betri árangur en Denver í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Tapið í nótt reyndist því liðinu nokkuð dýrkeypt. Með sigri Dallas færðist liðið upp í sjötta sæti deildarinnar á kostnað New Orleans. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: LA Lakers - Utah Denver - New Orleans San Antonio - Dallas Portland - Houston Austurdeildin Boston - Washington 115-107 Chicago - Toronto 98-109 Cleveland - Philadelphia 110-111 Indiana - Milwaukee 115-108 Memphis - Atlanta 98-90 Miami - Detroit 102-96 New York - New Jersey 102-73 Orlando - Charlotte 98-73 Cleveland hefði með sigri á Philadelphia í nótt jafnað 24 ára gamalt met Boston Celtics fyrir flesta sigra á heimavelli á einu og sama tímabilinu. En ákveðið var að hvíla þá LeBron James og Mo Williams. Philadelphia hafði að einhverju að keppa í leiknum og lagði því allt í sölurnar. Andre Miller skoraði 30 stig og Andre Iguodala 24 í framlengdum leik og sigri Philadelphia, 111-110. Þar sem að Chicago tapaði fyrir Toronto á sama tíma hafði liðið sætaskipti við Philadelphia. Chicago féll í sjöunda sæti deildarinnar og fær það erfiða verkefni að mæta Boston í fyrstu umferðinni. Annað lá fyrir í Vesturdeildinni fyrir leiki næturinnar hvað úrslitakeppnina varðaði. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: Cleveland - Detroit Boston - Chicago Orlando - Philadelphia Atlanta - Miami NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Lokakeppnisdagur deildakeppninnar í NBA-deildinni fór fram í nótt og er því ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. Alls voru fjórtán leikir í deildinni í nótt og af nægu að taka. Einna athyglisverðast var að San Antonio tókst að hrifsa meistaratitilinn í suðvesturriðli Vesturdeildarinnar af Houston með góðum sigri á New Orleans, 105-98.Vesturdeildin Dallas - Houston 95-84 Portland - Denver 104-76 San Antonio - New Orleans 105-98 Minnesota - Sacramento 90-97 LA Clippers - Oklahoma City 85-126 Phoenix - Goilden State 117-113 San Antonio var fimm stigum undir þegar tæpar 50 sekúndur voru til leiksloka. Michael Finley setti niður þrist um leið og leiktíminn rann út og tryggði þar með sínum mönnum framlengingu. Í henni vann svo San Antonio öruggan sjö stiga sigur sem fyrr segir. Þar sem Houston tapaði fyrir Dallas á sama tíma var ljóst að fyrrnefnda liðið lét titilinn sér úr rennum greipa og það sem meira er - heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Tim Duncan átti stórleik með San Antonio og skoraði 20 stig og tók nítján fráköst. Hann skoraði sex stig í framlengingunni og tók þar að auki sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Tony Parker átti sem fyrr góðan leik og skoraði 29 stig. San Antonio náði í þriðja sæti Austurdeildarinnar en Houston féll úr því þriðja í það fimmta með sínu tapi. Portland vann góðan sigur á Denver og færðist þar með upp í fjórða sætið. Með sigri hefði Houston náð öðru sæti Austurdeildarinnar þar sem liðið er með betri árangur en Denver í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Tapið í nótt reyndist því liðinu nokkuð dýrkeypt. Með sigri Dallas færðist liðið upp í sjötta sæti deildarinnar á kostnað New Orleans. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: LA Lakers - Utah Denver - New Orleans San Antonio - Dallas Portland - Houston Austurdeildin Boston - Washington 115-107 Chicago - Toronto 98-109 Cleveland - Philadelphia 110-111 Indiana - Milwaukee 115-108 Memphis - Atlanta 98-90 Miami - Detroit 102-96 New York - New Jersey 102-73 Orlando - Charlotte 98-73 Cleveland hefði með sigri á Philadelphia í nótt jafnað 24 ára gamalt met Boston Celtics fyrir flesta sigra á heimavelli á einu og sama tímabilinu. En ákveðið var að hvíla þá LeBron James og Mo Williams. Philadelphia hafði að einhverju að keppa í leiknum og lagði því allt í sölurnar. Andre Miller skoraði 30 stig og Andre Iguodala 24 í framlengdum leik og sigri Philadelphia, 111-110. Þar sem að Chicago tapaði fyrir Toronto á sama tíma hafði liðið sætaskipti við Philadelphia. Chicago féll í sjöunda sæti deildarinnar og fær það erfiða verkefni að mæta Boston í fyrstu umferðinni. Annað lá fyrir í Vesturdeildinni fyrir leiki næturinnar hvað úrslitakeppnina varðaði. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: Cleveland - Detroit Boston - Chicago Orlando - Philadelphia Atlanta - Miami
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira