Toyota með mesta tap Japanssögu 9. maí 2009 09:00 uppgjörið kynnt Hann var ekki glaður forstjórinn Katsuaki Watanabe þegar afkoma bílaframleiðandans á síðasta ári var kynnt í gær. Fréttablaðið/AFP Japanski bílarisinn Toyota tapaði 765,8 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 968 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er mesta tap í japanskri fyrirtækjasögu og skrifast á snarminnkandi bílasölu um allan heim og styrkingu japanska jensins gagnvart Bandaríkjadal. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður Toyota, sem er umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi, 316,8 milljörðum jena. Stjórn bílaframleiðandans hefur ákveðið að skerða arðgreiðslur til hluthafa félagsins um helming vegna þessa. Arðgreiðslurnar, sem fram til þessa hafa verið greiddar út ársfjórðungslega, hljóðuðu í fyrra upp á 140 jen, jafnvirði 177 króna á hlut. Það er sömuleiðis í fyrsta sinn í áratug sem arðgreiðslur bílarisans hækka ekki. Bandaríska dagblaðið New York Times bendir á að þótt tap Toyota sé næstum tveimur milljörðum meira en GM í Bandaríkjunum, þá sé fáu við að líkja. Sjóðir þess bandaríska séu þurrausnir eftir áralangt hark. Toyota hafi á móti safnað fé í sjóði sem komi sér vel þegar harðni í ári. - jab Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Japanski bílarisinn Toyota tapaði 765,8 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 968 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er mesta tap í japanskri fyrirtækjasögu og skrifast á snarminnkandi bílasölu um allan heim og styrkingu japanska jensins gagnvart Bandaríkjadal. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður Toyota, sem er umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi, 316,8 milljörðum jena. Stjórn bílaframleiðandans hefur ákveðið að skerða arðgreiðslur til hluthafa félagsins um helming vegna þessa. Arðgreiðslurnar, sem fram til þessa hafa verið greiddar út ársfjórðungslega, hljóðuðu í fyrra upp á 140 jen, jafnvirði 177 króna á hlut. Það er sömuleiðis í fyrsta sinn í áratug sem arðgreiðslur bílarisans hækka ekki. Bandaríska dagblaðið New York Times bendir á að þótt tap Toyota sé næstum tveimur milljörðum meira en GM í Bandaríkjunum, þá sé fáu við að líkja. Sjóðir þess bandaríska séu þurrausnir eftir áralangt hark. Toyota hafi á móti safnað fé í sjóði sem komi sér vel þegar harðni í ári. - jab
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira