Segir Bretland og Sviss á barmi íslenskra örlaga 18. febrúar 2009 10:48 Fjárfestingaráðgjafinn Hennessee Group telur að Bretland og Sviss séu nú á barmi íslenskra örlaga. Fjármálakreppan megi ekki dýpka mikið meir til þess að bankakerfi beggja þessara landa fari á hliðina. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni privateequitywire.co.uk er haft eftir Charles Gradante öðrum stofnenda Hennessee Group að lönd sem eru í svipaðri stöðu á Ísland var í rétt fyrir bankahrunið hér eigi á hættu að lenda í sömu örlögum. Hér á Gradante við lönd þar sem erlendar skuldir eru margföld landsframleiðslan. Bandaríkin aftur á móti eru ekki í hættu þar sem nær allar erlendar skuldir þess lands eru í eigin gjaldmiðli, dollurum. Sem stendur eru erlendar skuldir Bretlands 456% af landsframleiðslunni og í Sviss er hlutfallið komið í 433%. Stór hluti af þessum skuldum eru í erlendum gjaldmiðlum og því telur Gradante hættu á hruni þar. Írlandi hefur lengi verið líkt við Ísland enda eru erlendar skuldir Írlands nú 900% af landsframleiðslu. Raunar eru allir sammála um að Írland væri fyrir löngu komið í sömu stöðu og Ísland hef það nyti ekki aðstoðar seðlabanka Evrópu. Hennessee Group telur að ef Bretland og Sviss komist í trúverðugleikakreppu eins og gerðist á Íslandi þar sem fjárfestar flýja landið í öruggari hafnir muni gjaldmiðlar þeirra lenda í samskonar hruni og íslenka krónan gerði. Slíkt myndi gera það að verkum að Bretland og Sviss myndu hugsanlega upplifa þjóðargjaldþrot. Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjárfestingaráðgjafinn Hennessee Group telur að Bretland og Sviss séu nú á barmi íslenskra örlaga. Fjármálakreppan megi ekki dýpka mikið meir til þess að bankakerfi beggja þessara landa fari á hliðina. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni privateequitywire.co.uk er haft eftir Charles Gradante öðrum stofnenda Hennessee Group að lönd sem eru í svipaðri stöðu á Ísland var í rétt fyrir bankahrunið hér eigi á hættu að lenda í sömu örlögum. Hér á Gradante við lönd þar sem erlendar skuldir eru margföld landsframleiðslan. Bandaríkin aftur á móti eru ekki í hættu þar sem nær allar erlendar skuldir þess lands eru í eigin gjaldmiðli, dollurum. Sem stendur eru erlendar skuldir Bretlands 456% af landsframleiðslunni og í Sviss er hlutfallið komið í 433%. Stór hluti af þessum skuldum eru í erlendum gjaldmiðlum og því telur Gradante hættu á hruni þar. Írlandi hefur lengi verið líkt við Ísland enda eru erlendar skuldir Írlands nú 900% af landsframleiðslu. Raunar eru allir sammála um að Írland væri fyrir löngu komið í sömu stöðu og Ísland hef það nyti ekki aðstoðar seðlabanka Evrópu. Hennessee Group telur að ef Bretland og Sviss komist í trúverðugleikakreppu eins og gerðist á Íslandi þar sem fjárfestar flýja landið í öruggari hafnir muni gjaldmiðlar þeirra lenda í samskonar hruni og íslenka krónan gerði. Slíkt myndi gera það að verkum að Bretland og Sviss myndu hugsanlega upplifa þjóðargjaldþrot.
Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira