Kynningarfundur KKÍ fyrir Iceland Express-deildirnar fór fram í Kópavogi í dag. Þar var að venju birt hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna.
Það kemur eflaust fáum á óvart að Grindavík sé spáð titlinum enda tefla þeir fram hörkuliði. KR mætir til leiks með mikið breytt en samt sterkt lið. KR-ingum er spáð þriðja sæti.
Blikum er spá botnsætinu og FSu sætinu þar fyrir ofan.
Spáin:
1. Grindavík, 418 stig.
2. Snæfell, 358
3. KR, 343
4. Njarðvík, 339
5. Keflavík, 312
6. Stjarnan, 246
7. ÍR, 214
8. Tindastóll, 193
9. Fjölnir, 121
10. Hamar, 113
11. FSu, 91
12. Breiðablik, 90.