Royal Unibrew býr sig undir það versta í Lettlandi 14. júní 2009 08:55 Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew sem og önnur dönsk fyrirtæki undirbúa sig nú fyrir það versta mögulega í efnahagsmálum Lettlands, mikið fall á gengi latsins, gjaldmiðils landsins. Og slíkt gengisfall gæti breiðst eins og bylgjur á vatni til hinna Eystrasaltsríkjanna. Royal Unibrew, sem er að 20% í eigu Stoða og Straums, hefur þegar gripið til varúðarráðstafanna eins og fleiri dönsk fyrirtæki að þvi er segir í Berlingske Tidende. Unibrew er stærsti framleiðandi að gos- og safadrykkjum í Eystrasaltslöndunum þremur Lettlandi, Eistlandi og Litháen og þriðji stærsti ölframleiðandinn. Unibrew hefur m.a. sagt upp 20% af starfsfólki í dótturfelagi sínu Cido í Lettlandi. Jesper Colding forstjóri Unibrew í Eystrasaltslöndunum segir að þeir séu undirbúnir fyrir það versta. "Við höfum nú í langan tíma undirbúið okkur og erum með viðbragðsáætlanir klárar," segir Colding í samtali við blaðið. "Við höfum einbeitt okkar að kostnaði og notkun á rekstrarfé og höfum gætt þess að nægilegur sveigjanleiki sé í til staðar í skipulagi okkar." Lettneska þingið tekur í dag afstöðu til verulegs niðurskurðar í ríkisfjármálum landsins en niðurskurðinum er ætlað að minnka skuldir hins opinbera þannig að fjárlagahallinn fari niður í 5% af landsframleiðslu. M.a. er gert ráð fyrir að laun opinberra starfsmanna verði lækkuð um 20% yfir alla línuna. Þar að auki eru framundan uppsagnir í stjórnkerfinu og niðurskurður á velferðarþjónustu landsins. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt þessar áætlanir en þær eru undirstaðan að frekari aðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) við Lettland. Landið þarf milljarða evra að láni í viðbót vegna stjarnfræðilegs halla á ríkissjóði. Berlinske segir að ef ráðamönnum Lettlands takist ekki að sannfæra ESB og AGS um að þessar ráðstafanir dugi gæti gjaldmiðill landsins hrunið. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew sem og önnur dönsk fyrirtæki undirbúa sig nú fyrir það versta mögulega í efnahagsmálum Lettlands, mikið fall á gengi latsins, gjaldmiðils landsins. Og slíkt gengisfall gæti breiðst eins og bylgjur á vatni til hinna Eystrasaltsríkjanna. Royal Unibrew, sem er að 20% í eigu Stoða og Straums, hefur þegar gripið til varúðarráðstafanna eins og fleiri dönsk fyrirtæki að þvi er segir í Berlingske Tidende. Unibrew er stærsti framleiðandi að gos- og safadrykkjum í Eystrasaltslöndunum þremur Lettlandi, Eistlandi og Litháen og þriðji stærsti ölframleiðandinn. Unibrew hefur m.a. sagt upp 20% af starfsfólki í dótturfelagi sínu Cido í Lettlandi. Jesper Colding forstjóri Unibrew í Eystrasaltslöndunum segir að þeir séu undirbúnir fyrir það versta. "Við höfum nú í langan tíma undirbúið okkur og erum með viðbragðsáætlanir klárar," segir Colding í samtali við blaðið. "Við höfum einbeitt okkar að kostnaði og notkun á rekstrarfé og höfum gætt þess að nægilegur sveigjanleiki sé í til staðar í skipulagi okkar." Lettneska þingið tekur í dag afstöðu til verulegs niðurskurðar í ríkisfjármálum landsins en niðurskurðinum er ætlað að minnka skuldir hins opinbera þannig að fjárlagahallinn fari niður í 5% af landsframleiðslu. M.a. er gert ráð fyrir að laun opinberra starfsmanna verði lækkuð um 20% yfir alla línuna. Þar að auki eru framundan uppsagnir í stjórnkerfinu og niðurskurður á velferðarþjónustu landsins. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt þessar áætlanir en þær eru undirstaðan að frekari aðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) við Lettland. Landið þarf milljarða evra að láni í viðbót vegna stjarnfræðilegs halla á ríkissjóði. Berlinske segir að ef ráðamönnum Lettlands takist ekki að sannfæra ESB og AGS um að þessar ráðstafanir dugi gæti gjaldmiðill landsins hrunið.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira