Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum varð Íslandsmeistari í höggleik eftir umspil við Stefán Má Stefánsson úr GR. Þeir áhorfendur sem mættu í Grafarholtið fengu heldur betur skemmtun og spennu í hæsta gæðaflokki.
Ólafur átti eina ótrúlegustu endurkomu sem sést hefur í íslensku golfi en flestir voru búnir að afskrifa hann þegar kom að 15. holu. En Ólafur náði á lokaholunum að vinna upp fimm högga forskot Ólafs og tryggði sér umspil.
Hann lék svo umspilið á einu höggi undir pari og vann Stefán með tveggja högga mun.