Auðir skýjakljúfar í farvatni hrunsins á Wall Street 26. febrúar 2009 15:26 Allar líkur eru á að stærstu bankar og fjármálastofnanir í New York muni yfirgefa skrifstofuhúsnæði í skýjakljúfum borgarinnar svo nemur milljónum fermetra í ár. Borgin býr sig undir verstu dýfu á fasteignamarkaði sínum í yfir áratug. Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að autt skrifstofuhúsnæði muni verða af stærðargráðunni ríflega 2,5 milljónir fermetra við árslok. Þegar hafa bankar eins og JPMorgan Chase, Citigroup, hinn gjaldþrota Lehman Brothers og fleiri skilað af sér skrifstofuhúsnæði sem nemur um 1,8 milljónum fermetra. Og enginn kemur í staðinn inn á þessar skrifstofur.´ Frá því að fjármálakreppan skall á af fullum þunga á síðari hluta síðasta árs hafa bankar og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum sagt upp um 177.000 manns. Fjármálafyrirtæki á Manhattan nýta sér um fjórðung af rúmlega 120 milljón fermetrum af skrifstofuhúsnæði því sem þar er að finna. Um 40% af þessum skrifstofum eru nú til leigu. Samkvæmt upplýsingum frá Moody´s Economy.com er talið að skrifstofumarkaðurinn í New York muni ekki byrja að ná sér á strik aftur fyrr en árið 2012. Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Allar líkur eru á að stærstu bankar og fjármálastofnanir í New York muni yfirgefa skrifstofuhúsnæði í skýjakljúfum borgarinnar svo nemur milljónum fermetra í ár. Borgin býr sig undir verstu dýfu á fasteignamarkaði sínum í yfir áratug. Í frétt um málið á Bloomberg-fréttaveitunni kemur fram að autt skrifstofuhúsnæði muni verða af stærðargráðunni ríflega 2,5 milljónir fermetra við árslok. Þegar hafa bankar eins og JPMorgan Chase, Citigroup, hinn gjaldþrota Lehman Brothers og fleiri skilað af sér skrifstofuhúsnæði sem nemur um 1,8 milljónum fermetra. Og enginn kemur í staðinn inn á þessar skrifstofur.´ Frá því að fjármálakreppan skall á af fullum þunga á síðari hluta síðasta árs hafa bankar og fjármálastofnanir í Bandaríkjunum sagt upp um 177.000 manns. Fjármálafyrirtæki á Manhattan nýta sér um fjórðung af rúmlega 120 milljón fermetrum af skrifstofuhúsnæði því sem þar er að finna. Um 40% af þessum skrifstofum eru nú til leigu. Samkvæmt upplýsingum frá Moody´s Economy.com er talið að skrifstofumarkaðurinn í New York muni ekki byrja að ná sér á strik aftur fyrr en árið 2012.
Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira