Stjórar Kaupþings í Bretlandi með 3 milljarða í laun 27. apríl 2009 11:13 Ernst & Young stjórnendur Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafa fengið tæpar 16 milljónir punda í laun, eða um 3 milljarða kr., á þeim sex mánuðum sem þeir hafa annast málefni bankans. Ofan á þessa upphæð leggst síðan 20% virðisaukaskattur. Þetta kemur fram í sunnudagsútgáfu The Guardian. Þar segir jafnframt að Ernst & Young hafi farið fram á það við dómstóla að stjórn þeirra á Singer & Friedlander verði framlengd úr einu ári og í þrjú ár eða fram til 7. október 2012. Ástæðan er sögð að flóknara sé að greiða úr málum bankans en áður var talið. Stjórnendurnir hafa tekið þá ákvörðun að hætta við 90 milljón punda eða 17,5 milljarða kr. frekari lánveitingar til snekkjukaupa sem ákveðin höfðu verið á velmektardögum bankans. Þegar eru útistandandi 200 milljónir punda eða 38 milljarðar í snekkjulánum hjá bankanum. Þá hefur verið ákveðið að setja listaverksafn Singer & Friedlander á uppboð og einnig á að selja innanstokksmuni og tölvubúnað bankans. Lánasafn bankans hljóðaði upp á alls tæplega 3 milljarða punda eða um 570 milljarða kr. þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi hans s.l. haust. Þar af voru 864 milljónir punda í fasteignalánum. Ernst & Young segja að fasteignalánin hafi einkum verið veitt á árinu 2007 þegar fasteignamarkaðurinn var í toppi. Því séu lánin nú að megninu til yfir 100% hærri en nemur verðmæti eignanna. Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ernst & Young stjórnendur Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafa fengið tæpar 16 milljónir punda í laun, eða um 3 milljarða kr., á þeim sex mánuðum sem þeir hafa annast málefni bankans. Ofan á þessa upphæð leggst síðan 20% virðisaukaskattur. Þetta kemur fram í sunnudagsútgáfu The Guardian. Þar segir jafnframt að Ernst & Young hafi farið fram á það við dómstóla að stjórn þeirra á Singer & Friedlander verði framlengd úr einu ári og í þrjú ár eða fram til 7. október 2012. Ástæðan er sögð að flóknara sé að greiða úr málum bankans en áður var talið. Stjórnendurnir hafa tekið þá ákvörðun að hætta við 90 milljón punda eða 17,5 milljarða kr. frekari lánveitingar til snekkjukaupa sem ákveðin höfðu verið á velmektardögum bankans. Þegar eru útistandandi 200 milljónir punda eða 38 milljarðar í snekkjulánum hjá bankanum. Þá hefur verið ákveðið að setja listaverksafn Singer & Friedlander á uppboð og einnig á að selja innanstokksmuni og tölvubúnað bankans. Lánasafn bankans hljóðaði upp á alls tæplega 3 milljarða punda eða um 570 milljarða kr. þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi hans s.l. haust. Þar af voru 864 milljónir punda í fasteignalánum. Ernst & Young segja að fasteignalánin hafi einkum verið veitt á árinu 2007 þegar fasteignamarkaðurinn var í toppi. Því séu lánin nú að megninu til yfir 100% hærri en nemur verðmæti eignanna.
Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira