Royal Unibrew tapaði 10 milljörðum kr. 26. febrúar 2009 08:31 Dönsku bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew töpuðu 483 milljónum danskra kr. á síðasta ári eða tæpum 10 milljörðum kr.. Stoðir eru einn stærsti hluthafinn í Royal Unibrew með 25% hlut. Samkvæmt umfjöllun í dönskum fjölmiðlum um ársuppgjör Unibrew var það einkum mikill taprekstur í Póllandi sem olli slæmu gengi verksmiðjanna á síðasta ári ásamt almennum samdrætti í fjármálakreppunni. Stjórn Unibrew hefur ákveðið að segja upp 200 af starfsmönnum sínum vegna stöðunnar, 100 í Danmörku og 100 í Póllandi. Þá hefur Unibrew einnig ákveðið að afskrifa hluti sína í þremur pólskum brugghúsum og stóran hlut í því fjórða um 455 milljónir danskra kr. eða um 9 milljarða kr.. Henrik Brandt forstjóri Unibrew segir í tilkynningu um uppgjörið að 2008 hafi verið mjög erfitt ár fyrir verksmiðjurnar, svo erfitt að stjórnin neyðist til að hætta við áform sín um að ná sölu upp á 5 milljarða danskra kr. árið 2010. Þar að auki séu áætlanir um að tvöfalda hagnað ársins 2007 fram að 2010 einnig fyrir bí. Unibrew skilaði hagnaði upp á 220 milljónir danskra kr. árið 2007. Heildarskuldir Unibrew í dag nema 2,2 milljörðum danskra kr. eða tæplega 44 milljörðum kr. Markaðsvirði verksmiðjanna er aðeins rúmlega fjórðungur af þessari upphæð. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dönsku bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew töpuðu 483 milljónum danskra kr. á síðasta ári eða tæpum 10 milljörðum kr.. Stoðir eru einn stærsti hluthafinn í Royal Unibrew með 25% hlut. Samkvæmt umfjöllun í dönskum fjölmiðlum um ársuppgjör Unibrew var það einkum mikill taprekstur í Póllandi sem olli slæmu gengi verksmiðjanna á síðasta ári ásamt almennum samdrætti í fjármálakreppunni. Stjórn Unibrew hefur ákveðið að segja upp 200 af starfsmönnum sínum vegna stöðunnar, 100 í Danmörku og 100 í Póllandi. Þá hefur Unibrew einnig ákveðið að afskrifa hluti sína í þremur pólskum brugghúsum og stóran hlut í því fjórða um 455 milljónir danskra kr. eða um 9 milljarða kr.. Henrik Brandt forstjóri Unibrew segir í tilkynningu um uppgjörið að 2008 hafi verið mjög erfitt ár fyrir verksmiðjurnar, svo erfitt að stjórnin neyðist til að hætta við áform sín um að ná sölu upp á 5 milljarða danskra kr. árið 2010. Þar að auki séu áætlanir um að tvöfalda hagnað ársins 2007 fram að 2010 einnig fyrir bí. Unibrew skilaði hagnaði upp á 220 milljónir danskra kr. árið 2007. Heildarskuldir Unibrew í dag nema 2,2 milljörðum danskra kr. eða tæplega 44 milljörðum kr. Markaðsvirði verksmiðjanna er aðeins rúmlega fjórðungur af þessari upphæð.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira