Woods fór illa að ráði sínu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. apríl 2009 21:23 Tiger og Mickelson á hringnum sínum í dag. Mynd/Getty Images Bæði Tiger Woods og Phil Mickelson fóru illa að ráði sínu undir lokin á hringjum sínum á Masters mótinu í golfi sem er við það að klárast. Þeir voru saman í ráshóp og áttu báðir góða hringi. Undir lokin gerðu þeir þó báðir of mörg mistök og vinna því ekki mótið í ár. Þeir komust báðir lægst á tíu undir par. Tiger klúðraði upphafshöggi sínu á sautjándu brautinni og fékk þar skolla, sinn fyrsta í dag. Hann hitti heldur ekki 18. brautina og skaut svo í tré í öðru skotinu sínu. Hann hefði þurft fugl til að setja einhverja pressu á efstu menn en mistókst það, endaði á skolla og lauk keppni á átta undir pari. Mickelson missti stutt pútt á tveimur holum undir lokin sem gerðu út um vonir hans, auk þess sem hann fékk tvöfaldan skolla sem varð honum dýrkeyptur. Hann endaði á níu höggum undir pari. Kenny Perry er efstur sem stendur á tólf höggum undir pari, einu höggi á undan Chad Campbell. Hann á fimm holur eftir. Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bæði Tiger Woods og Phil Mickelson fóru illa að ráði sínu undir lokin á hringjum sínum á Masters mótinu í golfi sem er við það að klárast. Þeir voru saman í ráshóp og áttu báðir góða hringi. Undir lokin gerðu þeir þó báðir of mörg mistök og vinna því ekki mótið í ár. Þeir komust báðir lægst á tíu undir par. Tiger klúðraði upphafshöggi sínu á sautjándu brautinni og fékk þar skolla, sinn fyrsta í dag. Hann hitti heldur ekki 18. brautina og skaut svo í tré í öðru skotinu sínu. Hann hefði þurft fugl til að setja einhverja pressu á efstu menn en mistókst það, endaði á skolla og lauk keppni á átta undir pari. Mickelson missti stutt pútt á tveimur holum undir lokin sem gerðu út um vonir hans, auk þess sem hann fékk tvöfaldan skolla sem varð honum dýrkeyptur. Hann endaði á níu höggum undir pari. Kenny Perry er efstur sem stendur á tólf höggum undir pari, einu höggi á undan Chad Campbell. Hann á fimm holur eftir.
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira