Eftirspurn fjárfesta eftir gulli rýkur upp 20. maí 2009 11:03 Eftirspurn meðal fjárfesta eftir gulli hefur rokið upp samkvæmt nýjum upplýsingum frá World Gold Council. Hinsvegar hefur eftirspurn eftir skartgripum úr gulli dalað töluvert. Á fyrsta ársfjórðungi ársins nam eftirspurnin eftir gulli í heild samtals 1.016 tonnum sem er 38% aukning frá sama tímabili í fyrra. Eftirspurn eftir gulli sem fjárfestingarvöru jókst hinsvegar um 248% og fór í 596 tonn. Hinsvegar minnkað eftirspurnin eftir gulli til skartgripagerðar um 24%. Í umfjöllun um málið á BBC segir að gull sé oftast álitið ein öruggasta fjárfestingin á óvissutímum og sem vörn gegn verðbólgu. Kína sker sig nokkuð úr hvað varðar eftirspurn eftir skarti úr gulli því þar í landi jókst hún um 3% sem sýnir styrk kínverska hagkerfisins. Eftirspurn eftir gulli til iðnaðarnota, en gull er notað í tölvu- og farsímaframleiðslu, minnkaði um 31% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Verð á gulli hefur hækkað úr 700 dollurum á únsuna í nóvember og upp í yfir 900 dollara í dag. Margir spá því að gullið fari yfir 1.000 dollara markið í ár. Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Eftirspurn meðal fjárfesta eftir gulli hefur rokið upp samkvæmt nýjum upplýsingum frá World Gold Council. Hinsvegar hefur eftirspurn eftir skartgripum úr gulli dalað töluvert. Á fyrsta ársfjórðungi ársins nam eftirspurnin eftir gulli í heild samtals 1.016 tonnum sem er 38% aukning frá sama tímabili í fyrra. Eftirspurn eftir gulli sem fjárfestingarvöru jókst hinsvegar um 248% og fór í 596 tonn. Hinsvegar minnkað eftirspurnin eftir gulli til skartgripagerðar um 24%. Í umfjöllun um málið á BBC segir að gull sé oftast álitið ein öruggasta fjárfestingin á óvissutímum og sem vörn gegn verðbólgu. Kína sker sig nokkuð úr hvað varðar eftirspurn eftir skarti úr gulli því þar í landi jókst hún um 3% sem sýnir styrk kínverska hagkerfisins. Eftirspurn eftir gulli til iðnaðarnota, en gull er notað í tölvu- og farsímaframleiðslu, minnkaði um 31% á fyrsta ársfjórðungi ársins. Verð á gulli hefur hækkað úr 700 dollurum á únsuna í nóvember og upp í yfir 900 dollara í dag. Margir spá því að gullið fari yfir 1.000 dollara markið í ár.
Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira