Ríkissjóður Dana hagnast um 840 milljarða á bankaaðstoð 29. júlí 2009 10:07 Ríkissjóður Danmerkur mun hagnast um 35 milljarða danskra kr. eða um 840 milljarða kr. á aðstoð sinni við banka landsins s.l. vetur. Um var að ræða svokallaða Bankpakke I og II. Meðal þeirra banka sem sóttu um aðstoðina voru FIH bankinn sem nú er í eigu íslenska ríkisins og báðir færeysku bankarnir sem skráðir eru í kauphöllina. Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Niles Storm Steinbæk skrifstofustjóra Fjármálaráðsins (Finansrådet) í Danmörku að ríkið muni ekki tapa neinu á aðstoðinni. „Þvert á móti mun ríkissjóður hagnast um tugi milljarða ef fleiri bankar fara ekki í þrot," segir Steinbæk. Fjármálaráðið telur að hagnaður ríkisins af Bankpakke I muni nema 15 milljörðum danskra kr. og af Bankpakke II muni hagnaðurinn nema 20 miljörðum í viðbót. Bankaðstoðin fólst í lánum til danskra banka sem gerðu þeim kleyft að bæta eign- og lausfjárstöðu sína. Ríkissjóður gaf út skuldabréf með 3-4% vöxtum til að borga fyrir „pakkana" en bankarnir borga svo aftur 10% af þeim lánum sem þeir fengu. Af heildarupphæðinni mun Danske Bank borga mest eða um þriðjung, þ.e. 11,5 milljarða danskra kr. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ríkissjóður Danmerkur mun hagnast um 35 milljarða danskra kr. eða um 840 milljarða kr. á aðstoð sinni við banka landsins s.l. vetur. Um var að ræða svokallaða Bankpakke I og II. Meðal þeirra banka sem sóttu um aðstoðina voru FIH bankinn sem nú er í eigu íslenska ríkisins og báðir færeysku bankarnir sem skráðir eru í kauphöllina. Í frétt um málið á börsen.dk er haft eftir Niles Storm Steinbæk skrifstofustjóra Fjármálaráðsins (Finansrådet) í Danmörku að ríkið muni ekki tapa neinu á aðstoðinni. „Þvert á móti mun ríkissjóður hagnast um tugi milljarða ef fleiri bankar fara ekki í þrot," segir Steinbæk. Fjármálaráðið telur að hagnaður ríkisins af Bankpakke I muni nema 15 milljörðum danskra kr. og af Bankpakke II muni hagnaðurinn nema 20 miljörðum í viðbót. Bankaðstoðin fólst í lánum til danskra banka sem gerðu þeim kleyft að bæta eign- og lausfjárstöðu sína. Ríkissjóður gaf út skuldabréf með 3-4% vöxtum til að borga fyrir „pakkana" en bankarnir borga svo aftur 10% af þeim lánum sem þeir fengu. Af heildarupphæðinni mun Danske Bank borga mest eða um þriðjung, þ.e. 11,5 milljarða danskra kr.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira