NBA í nótt: Duncan tryggði San Antonio sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2009 11:00 Tim Duncan var hetja San Antonio í nótt. Mynd/AP Tim Duncan tryggði San Antonio nauman sigur á Indiana, 100-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann gerði það með stæl en hann tróð yfir Roy Hibbert þegar 4,6 sekúndur voru til leiksloka. San Antonio byrjaði betur í leiknum en hafði þó aðeins fimm stiga forystu í hálfleik, 50-45. Þá tók Indiana við sér og kom sér í þrettán stiga forystu, 83-70, áður en síðasti leikhlutinn hófst. San Antonio náði svo að saxa á forskotið jafnt og þétt og síðustu fimm mínútur leiksins voru jafnar og spennandi. TJ Ford fékk svo tækifæri til að tryggja Indiana sigurinn með síðasta skoti leiksins en Tim Duncan náði að trufla hann nægilega mikið þannig að skotið geigaði. Þetta var 700. sigur þjálfarans Gregg Popvich með San Antonio. Og hann getur að mestu leyti þakkað Duncan fyrir sigurinn. Hann var með nítján stig og sextán fráköst, þar af átta stig og sjö fráköst í fjórða leikhluta. Tony Parker kom næstur með fimmtán. Hjá Indiana var Troy Murphy stigahæstur með 21 stig og Roy Hibbert var með 20. Phoenix vann Washington, 121-95, og vann þar með sinn tíunda leik í röð a heimavelli þar sem liðið er enn taplaust á tímabilinu. Steve Nash var með fimmtán stig og fimmtán stoðsendingar þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta. Amare Stoudemire var með 23 stig og fjórtán fráköst og Jason Richardson 22 stig. Lakers vann New Jersey, 103-84. Kobe Bryant var með 29 stig og tíu fráköst en þarna mættust liðin með annars vegar besta árangur deildarinnar og hins vegar þann versta. Utah vann Charlotte, 110-102. Deron Williams var með 23 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með 22 stig og ellefu fráköst. Orlando vann Portland, 92-83. Dwight Howard var með 12 stig, 20 fráköst og fjögur varin skot fyrir Orlando. Rashard Lewis var með fimmtán stig. LA Clippers vann Philadelphia, 112-107, í framlengdum leik. Chris Kaman var með 24 stig og Baron Davis 20. Sacramento vann Milwaukee, 96-95. Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna með öfugu sniðskoti þegar tæp sekúnda var eftir af leiknum. Houston vann Oklahoma City, 95-90. Trevor Ariza skoraði 31 stig í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Chicago vann Atlanta, 101-98, í framlengdum leik. Derrick Rose skoraði 32 stig sem er persónulegt met en Joe Johnson skoraði alls 40 stig í leiknum fyrir Atlanta. NBA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Tim Duncan tryggði San Antonio nauman sigur á Indiana, 100-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann gerði það með stæl en hann tróð yfir Roy Hibbert þegar 4,6 sekúndur voru til leiksloka. San Antonio byrjaði betur í leiknum en hafði þó aðeins fimm stiga forystu í hálfleik, 50-45. Þá tók Indiana við sér og kom sér í þrettán stiga forystu, 83-70, áður en síðasti leikhlutinn hófst. San Antonio náði svo að saxa á forskotið jafnt og þétt og síðustu fimm mínútur leiksins voru jafnar og spennandi. TJ Ford fékk svo tækifæri til að tryggja Indiana sigurinn með síðasta skoti leiksins en Tim Duncan náði að trufla hann nægilega mikið þannig að skotið geigaði. Þetta var 700. sigur þjálfarans Gregg Popvich með San Antonio. Og hann getur að mestu leyti þakkað Duncan fyrir sigurinn. Hann var með nítján stig og sextán fráköst, þar af átta stig og sjö fráköst í fjórða leikhluta. Tony Parker kom næstur með fimmtán. Hjá Indiana var Troy Murphy stigahæstur með 21 stig og Roy Hibbert var með 20. Phoenix vann Washington, 121-95, og vann þar með sinn tíunda leik í röð a heimavelli þar sem liðið er enn taplaust á tímabilinu. Steve Nash var með fimmtán stig og fimmtán stoðsendingar þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta. Amare Stoudemire var með 23 stig og fjórtán fráköst og Jason Richardson 22 stig. Lakers vann New Jersey, 103-84. Kobe Bryant var með 29 stig og tíu fráköst en þarna mættust liðin með annars vegar besta árangur deildarinnar og hins vegar þann versta. Utah vann Charlotte, 110-102. Deron Williams var með 23 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með 22 stig og ellefu fráköst. Orlando vann Portland, 92-83. Dwight Howard var með 12 stig, 20 fráköst og fjögur varin skot fyrir Orlando. Rashard Lewis var með fimmtán stig. LA Clippers vann Philadelphia, 112-107, í framlengdum leik. Chris Kaman var með 24 stig og Baron Davis 20. Sacramento vann Milwaukee, 96-95. Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna með öfugu sniðskoti þegar tæp sekúnda var eftir af leiknum. Houston vann Oklahoma City, 95-90. Trevor Ariza skoraði 31 stig í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Chicago vann Atlanta, 101-98, í framlengdum leik. Derrick Rose skoraði 32 stig sem er persónulegt met en Joe Johnson skoraði alls 40 stig í leiknum fyrir Atlanta.
NBA Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira