Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors, GM, færðist nær barmi gjaldþrots á miðnætti í fyrrakvöld þegar fyrir lá að lánardrottnar gáfu ekki grænt ljós á skuldabreytingu félagsins.
Bandaríska dagblaðið Washington Post segir líklegt að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kanada setji á laggirnar nýtt félag til að halda framleiðslunni gangandi.
Blaðið segir heildarskuldbindingar ríkisstjórna landanna geta numið sextíu milljörðum dala úr opinberum sjóðum. Líklegt er að punktur verði settur aftan við sögu GM í síðasta lagi á mánudag í næstu viku, að sögn blaðsins.
- jab