Fékk 270 milljónir í starfslok hjá Glitni/BN Bank í Noregi 20. apríl 2009 10:40 Morten Björnsson sem lét af störfum hjá BN Bank, áður Glitni, í Noregi eftir áramótin fékk starfslokasamning upp á 14 milljónir norskra kr. eða um 270 milljónir kr. Þetta hefur vakið athygli í Noregi í ljósi þess að bankinn skilaði tapi upp á 579 milljónir norskra kr. eða rúmlega 11 milljarða kr. á síðasta ári. Og ef ekki hefði komið til neyðaraðstoð frá norskum stjórnvöldum hefðu bankinn orðið gjaldþrota í fyrra. Morten Björnsson hóf störf hjá bankanum fyrir tveimur árum síðan er bankinn hét ennþá Glitnir í Noregi. Samkvæmt starfslokasamningi hans nú fær hann 5,6 milljónir nkr. í eftirlaun, 2,9 milljónir nkr. í árangurstengdar greiðslur og afgangurinn af upphæðinni eru bónusgreiðslur. Stjórn bankans er síður en svo hrifinn af þessum upphæðum. Þannig segir Kjell Fordal varaformaður stjórnarinn í samtali við Dagens Næringsliv að þessar greiðslur séu út úr öllu korti. „Þetta er ekki það sem við óskum okkur í stjórninni," segir Fordal. Nokkrir sparisjóðir (með Sparibank 1 í broddi fylkingar) yfirtóku rekstur BN Bankans undir lok síðasta árs. Fordal leggur áherslu á að sparisjóðirnir hefðu aldrei staðið að svona starfslokasamningi en þeir fengu samninginn í arf við yfirtökuna. Sjálfur segir Morten Björnsson í yfirlýsingu að það sé hans mat að eigendur bankans hafi verið ánægðir með störf hans. Hinsvegar verði aðrir að leggja mat á hvort greiðslurnar séu eðlilegar eða ekki. Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Morten Björnsson sem lét af störfum hjá BN Bank, áður Glitni, í Noregi eftir áramótin fékk starfslokasamning upp á 14 milljónir norskra kr. eða um 270 milljónir kr. Þetta hefur vakið athygli í Noregi í ljósi þess að bankinn skilaði tapi upp á 579 milljónir norskra kr. eða rúmlega 11 milljarða kr. á síðasta ári. Og ef ekki hefði komið til neyðaraðstoð frá norskum stjórnvöldum hefðu bankinn orðið gjaldþrota í fyrra. Morten Björnsson hóf störf hjá bankanum fyrir tveimur árum síðan er bankinn hét ennþá Glitnir í Noregi. Samkvæmt starfslokasamningi hans nú fær hann 5,6 milljónir nkr. í eftirlaun, 2,9 milljónir nkr. í árangurstengdar greiðslur og afgangurinn af upphæðinni eru bónusgreiðslur. Stjórn bankans er síður en svo hrifinn af þessum upphæðum. Þannig segir Kjell Fordal varaformaður stjórnarinn í samtali við Dagens Næringsliv að þessar greiðslur séu út úr öllu korti. „Þetta er ekki það sem við óskum okkur í stjórninni," segir Fordal. Nokkrir sparisjóðir (með Sparibank 1 í broddi fylkingar) yfirtóku rekstur BN Bankans undir lok síðasta árs. Fordal leggur áherslu á að sparisjóðirnir hefðu aldrei staðið að svona starfslokasamningi en þeir fengu samninginn í arf við yfirtökuna. Sjálfur segir Morten Björnsson í yfirlýsingu að það sé hans mat að eigendur bankans hafi verið ánægðir með störf hans. Hinsvegar verði aðrir að leggja mat á hvort greiðslurnar séu eðlilegar eða ekki.
Mest lesið Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira