Erfitt fram undan hjá Ryanair þrátt fyrir hagnað Atli Steinn Guðmundsson skrifar 28. júlí 2009 08:29 Michael O'Leary. Ryanair jók hagnað sinn um hvorki meira né minna en 550 prósent milli ársfjórðunga sem verður að teljast þokkalegt miðað við árferði. Michael O'Leary, forstjóri félagsins, þakkar hagnaðinn lægra eldsneytisverði og fjölgun farþega. Hann er þó langt frá því að vera bjartsýnn þegar hann lítur til framtíðar og segir geysierfiða tíma fram undan í flugrekstri. Nú megi ekki gefa þumlung eftir í baráttunni þrátt fyrir jákvæðar tölur eftir einn ársfjórðung. O'Leary spáir hörðu verðstríði milli flugfélaga enda bítist þau nú um æ færri farþega í kreppunni þegar fleiri og fleiri hyggi á ferðalög innanlands eða bara alls engin ferðalög. Hann segir Ryanair, sem er írskt félag, hafa staðið vel áður en lægðin skall á og ekki skemmi það að um lággjaldafélag sé að ræða þar sem væntanlegir flugfarþegar leiti nú til þeirra í síauknum mæli. Hins vegar séu skattar og gjöld á flugfélög, til dæmis í Bretlandi, að ríða mörgum þeirra á slig og stjórnendur Ryanair fundi nær daglega um nýjar sparnaðarleiðir. Þegar hafi verið rætt um að láta farþegana standa í flugi en það sem verði líklegast næst fyrir valinu hjá Ryanair er að rukka fyrir salernisnotkun. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ryanair jók hagnað sinn um hvorki meira né minna en 550 prósent milli ársfjórðunga sem verður að teljast þokkalegt miðað við árferði. Michael O'Leary, forstjóri félagsins, þakkar hagnaðinn lægra eldsneytisverði og fjölgun farþega. Hann er þó langt frá því að vera bjartsýnn þegar hann lítur til framtíðar og segir geysierfiða tíma fram undan í flugrekstri. Nú megi ekki gefa þumlung eftir í baráttunni þrátt fyrir jákvæðar tölur eftir einn ársfjórðung. O'Leary spáir hörðu verðstríði milli flugfélaga enda bítist þau nú um æ færri farþega í kreppunni þegar fleiri og fleiri hyggi á ferðalög innanlands eða bara alls engin ferðalög. Hann segir Ryanair, sem er írskt félag, hafa staðið vel áður en lægðin skall á og ekki skemmi það að um lággjaldafélag sé að ræða þar sem væntanlegir flugfarþegar leiti nú til þeirra í síauknum mæli. Hins vegar séu skattar og gjöld á flugfélög, til dæmis í Bretlandi, að ríða mörgum þeirra á slig og stjórnendur Ryanair fundi nær daglega um nýjar sparnaðarleiðir. Þegar hafi verið rætt um að láta farþegana standa í flugi en það sem verði líklegast næst fyrir valinu hjá Ryanair er að rukka fyrir salernisnotkun.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira