Fjárfestir fær 2,5 milljarða uppgjör frá Kaupþingi 30. mars 2009 09:40 Norski fjárfestirinn Christian Sveaas bíður nú eftir að 139 milljónir norskra kr. eða um 2,5 milljarðar kr. rúlli inn á reikning sinn frá Kaupþingi. Bankinn hefur samykkt að greiða þessa upphæð til Sveaas en hún fraus inni í Kaupþingi þegar bankinn hrundi s.l. haust. Samkvæmt reglum bankatryggingarsjóðsins hérlendis voru innistæður sem þessar aðeins tryggðar upp að 2 milljónum norskra kr. eða 36 milljónum kr. og fær því Sveaas umtalsverða fjárhæð umfram trygginguna. Samkvæmt umfjöllun í Finansavisen hefur skilanefnd Kaupþings sent norska fjármálaeftirlitinu skýrslu þar sem segir m.a. að þessar 139 milljónir norskra kr. sem Sveaas átti inni hjá Kaupþingi í fyrra var innlögn í dollurum á reikning hans frá norskum viðskiptavini Kaupþings sem var með stórar lánaskuldabindingar á Íslandi. Segir að málið verði leyst í samvinnu Sveaas og skilanefndarinnar. Sveaas segir í tölvupósti við Finansavisen að Kistefor AS (fjárfestingarfélag Sveaas, innsk. blm) eigi 20 milljón dollara inni í Kaupþingi. „Að öðru leyti hef ég ekkert að segja og góða helgi í snjókomunni," segir í póstinum. Fram kemur að Sveaas skuldaði einnig Kaupþingi meir en 20 milljónir dollara á þeim tímapunkti sem fyrrgreind upphæð kom inn á reikning hans. Finansavisen segir að Kistefor geti skuldajafnað þeirri upphæð á móti því sem hann fær frá skilanefndinni. Sveaas er meðal þekktari fjárfesta í Noregi og hefur setið í stjórnum margra stórfyrirtækja þar, m.a. Orkla Group og Stolt-Nielsen. Þá er hann meðlimur Deans Council við stjórnunarskóla John F. Kennedy í Harvard háskólanum. Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Norski fjárfestirinn Christian Sveaas bíður nú eftir að 139 milljónir norskra kr. eða um 2,5 milljarðar kr. rúlli inn á reikning sinn frá Kaupþingi. Bankinn hefur samykkt að greiða þessa upphæð til Sveaas en hún fraus inni í Kaupþingi þegar bankinn hrundi s.l. haust. Samkvæmt reglum bankatryggingarsjóðsins hérlendis voru innistæður sem þessar aðeins tryggðar upp að 2 milljónum norskra kr. eða 36 milljónum kr. og fær því Sveaas umtalsverða fjárhæð umfram trygginguna. Samkvæmt umfjöllun í Finansavisen hefur skilanefnd Kaupþings sent norska fjármálaeftirlitinu skýrslu þar sem segir m.a. að þessar 139 milljónir norskra kr. sem Sveaas átti inni hjá Kaupþingi í fyrra var innlögn í dollurum á reikning hans frá norskum viðskiptavini Kaupþings sem var með stórar lánaskuldabindingar á Íslandi. Segir að málið verði leyst í samvinnu Sveaas og skilanefndarinnar. Sveaas segir í tölvupósti við Finansavisen að Kistefor AS (fjárfestingarfélag Sveaas, innsk. blm) eigi 20 milljón dollara inni í Kaupþingi. „Að öðru leyti hef ég ekkert að segja og góða helgi í snjókomunni," segir í póstinum. Fram kemur að Sveaas skuldaði einnig Kaupþingi meir en 20 milljónir dollara á þeim tímapunkti sem fyrrgreind upphæð kom inn á reikning hans. Finansavisen segir að Kistefor geti skuldajafnað þeirri upphæð á móti því sem hann fær frá skilanefndinni. Sveaas er meðal þekktari fjárfesta í Noregi og hefur setið í stjórnum margra stórfyrirtækja þar, m.a. Orkla Group og Stolt-Nielsen. Þá er hann meðlimur Deans Council við stjórnunarskóla John F. Kennedy í Harvard háskólanum.
Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira