Tölfræðin í NBA: Wade stigakóngur 16. apríl 2009 17:45 Dwyane Wade var stórkostlegur með Miami í vetur. Nordic Photos/Getty Images Nú þegar deildarkeppninni í NBA deildinni er lokið er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn skáru fram úr í helstu tölfræðiþáttum í vetur. Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat varð í fyrsta sinn á ferlinum stigakóngur í deildinni, en hann skoraði að meðaltali 30,2 stig í leik í vetur. LeBron James hjá Cleveland kom næstur með 28,4 stig og Kobe Bryant hjá LA Lakers var þriðji með 26,8 stig í leik. Tveir aðrir kappar urðu hlutskarpastir í tveimur tölfræðiþáttum, þeir Dwight Howard hjá Orlando og Chris Paul frá New Orleans. Howard leiddi deildina í fráköstum með yfirburðum. Hann hirti 13,8 fráköst að meðaltali í leik, tveimur fleiri en Troy Murphy hjá Indiana sem varð annar með 11,8 fráköst í leik. David Lee hjá New York kom þar skammt á eftir með 11,7 fráköst í leik. Howard var einnig öflugastur í að verja skotin í vetur. Howard varði 2,92 skot að meðaltali í leik, en Chris Andersen hjá Denver kom næstur með 2,46 skot í leik. Andersen spilaði aðeins 20 mínútur að meðaltali í leik, svo það verður að teljast mikið afrek hjá honum að ná svo hátt á listanum. Marcus Camby hjá Denver og Ronny Turiaf hjá Golden State vörðu 2,13 skot í leik. Chris Paul og Dwight HowardNordicPhotos/GettyImages Chris Paul hjá New Orleans Hornets átti stórkostlegt ár og hann varð efstur í stoðsendingum með 11 slíkar að meðaltali í leik. Deron Williams hjá Utah var annar með 10.7 stoðsendingar í leik og Steve Nash þriðji með 9,7. Paul var einnig mesti boltaþjófurinn í deildinni með 2,77 stolna bolta í leik. Dwyane Wade kom næstur með 2,19 og Jason Kidd þriðji með 1,98. Shaquille O´Neal hjá Phoenix var með bestu skotnýtinguna í tíunda sinn á ferlinum sem er met. Hann átti gamla metið með Wilt Chamberlain. O´Neal nýtti 60,88% skota sinna í vetur, Nene Hilario hjá Denver 60,37% og Andris Biedrins hjá Golden State 57,79% David Lee hjá New York náði flestum tvennum í vetur (yfir 10 í tveimur tölfræðiþáttum) eða 65. Dwight Howard náði 63 tvennum og Chris Paul hjá New Orleans 50 slíkum. LeBron James náði 7 þreföldum tvennum í vetur (yfir 10 í þremur tölfræðiþáttum). Jason Kidd náði 6 þrennum og Jason Kidd 3, þar af einni í síðasta leik tímabilsins í nótt. NBA Mest lesið Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Sjá meira
Nú þegar deildarkeppninni í NBA deildinni er lokið er ekki úr vegi að skoða hvaða leikmenn skáru fram úr í helstu tölfræðiþáttum í vetur. Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat varð í fyrsta sinn á ferlinum stigakóngur í deildinni, en hann skoraði að meðaltali 30,2 stig í leik í vetur. LeBron James hjá Cleveland kom næstur með 28,4 stig og Kobe Bryant hjá LA Lakers var þriðji með 26,8 stig í leik. Tveir aðrir kappar urðu hlutskarpastir í tveimur tölfræðiþáttum, þeir Dwight Howard hjá Orlando og Chris Paul frá New Orleans. Howard leiddi deildina í fráköstum með yfirburðum. Hann hirti 13,8 fráköst að meðaltali í leik, tveimur fleiri en Troy Murphy hjá Indiana sem varð annar með 11,8 fráköst í leik. David Lee hjá New York kom þar skammt á eftir með 11,7 fráköst í leik. Howard var einnig öflugastur í að verja skotin í vetur. Howard varði 2,92 skot að meðaltali í leik, en Chris Andersen hjá Denver kom næstur með 2,46 skot í leik. Andersen spilaði aðeins 20 mínútur að meðaltali í leik, svo það verður að teljast mikið afrek hjá honum að ná svo hátt á listanum. Marcus Camby hjá Denver og Ronny Turiaf hjá Golden State vörðu 2,13 skot í leik. Chris Paul og Dwight HowardNordicPhotos/GettyImages Chris Paul hjá New Orleans Hornets átti stórkostlegt ár og hann varð efstur í stoðsendingum með 11 slíkar að meðaltali í leik. Deron Williams hjá Utah var annar með 10.7 stoðsendingar í leik og Steve Nash þriðji með 9,7. Paul var einnig mesti boltaþjófurinn í deildinni með 2,77 stolna bolta í leik. Dwyane Wade kom næstur með 2,19 og Jason Kidd þriðji með 1,98. Shaquille O´Neal hjá Phoenix var með bestu skotnýtinguna í tíunda sinn á ferlinum sem er met. Hann átti gamla metið með Wilt Chamberlain. O´Neal nýtti 60,88% skota sinna í vetur, Nene Hilario hjá Denver 60,37% og Andris Biedrins hjá Golden State 57,79% David Lee hjá New York náði flestum tvennum í vetur (yfir 10 í tveimur tölfræðiþáttum) eða 65. Dwight Howard náði 63 tvennum og Chris Paul hjá New Orleans 50 slíkum. LeBron James náði 7 þreföldum tvennum í vetur (yfir 10 í þremur tölfræðiþáttum). Jason Kidd náði 6 þrennum og Jason Kidd 3, þar af einni í síðasta leik tímabilsins í nótt.
NBA Mest lesið Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Sjá meira